Goðasteinn - 01.09.1965, Blaðsíða 104
vann, varð þó að koma yfir hann“. Nei, Við eigum ekki að brjóta
niður, það sem unnið hefur verið á sviði skólamálanna, en heldur
skulum við taka höndum saman og halda áfram við að byggja upp
af sívaxandi framsýni og krafti. Þær breytingar sem ég tel að einna
brýnast sé að gera í skólamálum okkar er að leggja mun meiri
áherzlu á hið uppeldis- og félagslega hlutverk skólanna. I stað nær
einhliða fræðslu þarf að koma fræðsla og uppeldi. f stað nær ein-
hliða þjálfunar vitsmunalífsins, sem oft ber ekki árangur sem
skyldi, þar sem hæfileikarnir eru margbreytilegir, en námsefnið
svipað fyrir alla, þurfum við í miklu ríkara mæli en hingað til að
leggja áherzlu á að þroska og móta persónuleika hinna ungu borg-
ara. Við lifum nú á tímum við gjörbreyttar aðstæður í þjóðfélaginu.
Heimilin geta ekki lengur, nema þá nokkur hluti þeirra, rækt sem
skyldi hið uppeldislega hlutverk. Þar þarf skólinn mjög að koma
til aðstoðar og gerir, þótt þörf sé fyrir enn meiri samvinnu og sam-
hjálp þessara aðila.
Skólanum er mikill vandi á höndum í þessum efnum og sá vandi
er þjóðarinnar allrar. Hlutverk skólans verður því ekki ofmetið.
Eitt sinn heyrði ég vitran mann segja, að þegar allt kæmi til alls,
þá væru það ekki náttúruauðævi landa, sem mestu máli skiptu
fyrir tilveru og velferð þjóða. Þar ætti menntun, menning og þjóð-
armetnaður miklu ríkari hlut að máli. í þessum orðum mun vera
mikill sannleikur. Hvers virði væru auðlindir eins og málmar, skóg-
ar, jarðhiti, fallvötn, fiskimið, akurlönd og hjarðir búfjár, ef ekki
kæmi til manndómur, hugvit og hönd til að hagnýta þessi gæði.
Við vonum öll að þjóð vor eigi bjarta og glæsta framtíð í land-
inu, en ýmsar blikur eru á lofti og margra veðra von. Stundum getur
jafnvel virzt sem þessi unga þjóð hafi ekki enn sem skyldi tekið
afleiðingunum af sjálfstæði sínu og fullveldi. Við lifum á breytinga-
tímum, og á slíkum tímum fara ýmis verðmæti í súginn.
En skólarnir eiga að verða leiðarljós á villugjörnum vegum, og
þeir þurfa að standa sterkir sem ósigrandi varðstöðvar í þjóðlífi
okkar. Megi íslenzki skólinn ætíð vera vandanum vaxinn, og minn-
umst þess, að heilbrigð, reglusöm, hugsandi, kurteis, lífsglöð, starf-
söm og íramsækin skólaæska er öruggur grundvöllur þess, að ætíð
lifi í landi okkar dugmikil, hamingjusöm og sjálfstæð þjóð.
102
Goðasteinn