Goðasteinn - 01.09.1965, Page 104

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 104
vann, varð þó að koma yfir hann“. Nei, Við eigum ekki að brjóta niður, það sem unnið hefur verið á sviði skólamálanna, en heldur skulum við taka höndum saman og halda áfram við að byggja upp af sívaxandi framsýni og krafti. Þær breytingar sem ég tel að einna brýnast sé að gera í skólamálum okkar er að leggja mun meiri áherzlu á hið uppeldis- og félagslega hlutverk skólanna. I stað nær einhliða fræðslu þarf að koma fræðsla og uppeldi. f stað nær ein- hliða þjálfunar vitsmunalífsins, sem oft ber ekki árangur sem skyldi, þar sem hæfileikarnir eru margbreytilegir, en námsefnið svipað fyrir alla, þurfum við í miklu ríkara mæli en hingað til að leggja áherzlu á að þroska og móta persónuleika hinna ungu borg- ara. Við lifum nú á tímum við gjörbreyttar aðstæður í þjóðfélaginu. Heimilin geta ekki lengur, nema þá nokkur hluti þeirra, rækt sem skyldi hið uppeldislega hlutverk. Þar þarf skólinn mjög að koma til aðstoðar og gerir, þótt þörf sé fyrir enn meiri samvinnu og sam- hjálp þessara aðila. Skólanum er mikill vandi á höndum í þessum efnum og sá vandi er þjóðarinnar allrar. Hlutverk skólans verður því ekki ofmetið. Eitt sinn heyrði ég vitran mann segja, að þegar allt kæmi til alls, þá væru það ekki náttúruauðævi landa, sem mestu máli skiptu fyrir tilveru og velferð þjóða. Þar ætti menntun, menning og þjóð- armetnaður miklu ríkari hlut að máli. í þessum orðum mun vera mikill sannleikur. Hvers virði væru auðlindir eins og málmar, skóg- ar, jarðhiti, fallvötn, fiskimið, akurlönd og hjarðir búfjár, ef ekki kæmi til manndómur, hugvit og hönd til að hagnýta þessi gæði. Við vonum öll að þjóð vor eigi bjarta og glæsta framtíð í land- inu, en ýmsar blikur eru á lofti og margra veðra von. Stundum getur jafnvel virzt sem þessi unga þjóð hafi ekki enn sem skyldi tekið afleiðingunum af sjálfstæði sínu og fullveldi. Við lifum á breytinga- tímum, og á slíkum tímum fara ýmis verðmæti í súginn. En skólarnir eiga að verða leiðarljós á villugjörnum vegum, og þeir þurfa að standa sterkir sem ósigrandi varðstöðvar í þjóðlífi okkar. Megi íslenzki skólinn ætíð vera vandanum vaxinn, og minn- umst þess, að heilbrigð, reglusöm, hugsandi, kurteis, lífsglöð, starf- söm og íramsækin skólaæska er öruggur grundvöllur þess, að ætíð lifi í landi okkar dugmikil, hamingjusöm og sjálfstæð þjóð. 102 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.