Goðasteinn - 01.09.1965, Page 44

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 44
Þessi draumur rættist að fullu veturinn 1912. Formaður á íslandi var Sigurður Sigurðsson, seinni maður Sigríðar Johnsen í Frydendal, vandaður og stilltur í öllu. Þann 10. janúar fórst hann á smákænu við að reyna að bjarga Islandinu frá árekstri á höfninni í Vest- mannaeyjum. Þá var niðamyrkur, sjór mikill og ofsarok á austan. Þarna fórust sex menn. Þá rak upp daginn eftir. Sigurður formaður var tæplega miðaldra. Með honum drukknuðu þessir menn: Magnús Ingimundarson á Hvoli, Einar Halldórsson í Sandprýði, Guðmund- ur Guðmundsson í Lambhaga, Vilhjálmur Jónsson og Hans Einars- son frá Norðfirði. íslandið var mannað að áhöfn að nýju, sama vetur. Formaður var Bergsteinn Bergsteinsson bóndi á Tjörnum undir Eyjafjöllum. Það fórst með allri áhöfn síðar á vertíðinni, sex manns, flestir undan Eyjafjöllum. Þeir munu hafa villzt vestur fyrir Eyjar, blind- þoka var á, en hana rauf með heljar roki og varð ófær sjór. Þannig kom draumurinn fram. Saga frá uppboði Það skeði á uppboði suður með sjó, að boðinn var upp skíta- sleði, og höfðu feðgar hug á honum. Faðirinn gall við í fyrsta boði: „Ég bíð krónu í sleðann, mér er sama, hvort hann er skyldur eða vandalaus. Hún Sigríður mín ber undan beljunni með herðablað- inu“. Sonurinn kallaði þá „famm“, sem átti að vera fimm. Ekki kunnum vér skil þess, hver hreppti sleðann, enda má það einu gilda. 42 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.