Goðasteinn - 01.09.1965, Page 15

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 15
8. nóvember 1471, í Kirkjubæ á Síðu, gaf Ragnheiður Eiríksdóttir jörðina Raufarberg í Lómagnúpskirkjusókn klaustrinu í Kirkjubæ, hálfa í sitt testamentum, en hálfa í testamentum Magnúsar heitins eiginmanns síns. 3) I skrá um gjafir til Skúmsstaðakirkju í Landeyjum segir, að Ragnheiður hafi gefið eftir Magnús heitinn Jónsson 10 hundruð. 3) Ragnheiður Eiríksdóttir var dóttir Eiríks, sonar Kráks gamla í Klofa á Landi, systir Ingibjargar móður Torfa í Klofa. Þetta er haft eftir síra Jóni í Hrepphólum, Egilssyni, og engin ástæða til að rengja þá ættfærslu. Síra Jón hefur hinsvegar ruglazt í röðinni á mönnum Ragnheiðar, telur hana fyrst hafa átt Eyjólf lögmann, síð- an Þorstein og síðast Magnús. Það er hinsvegar alveg víst, að Þor- steinn Helgason var fyrsti maður Ragnheiðar, og að þeirra börn voru Eiríkur lögréttumaður á Keldum og Sigríður, sem fyrr var gift Árna sýslumanni í Stóradal í Eyjafirði, Einarssyni, bróður Eyjólfs lögmanns, en síðar Pétri lögréttumanni s. st. Loftssyni. Magnús var annar maður Ragnheiðar, og eru allar líkur til þess, að þau hafi einungis átt eitt barn, fætt eftir lát föður síns, Magnús, sem borið hafi nafn föður síns. Fáum árum eftir Krossreið mun Ragnheiður hafa gifzt Eyjólfi Einarsyni, sem búið hafði í Möðru- felli í Eyjafirði, og mun hann vera sá, sem 19. maí 1475 er tneðal kaupvotta í Gunnarsholti á Rangárvöllum. 4) Þá er hann án efa fluttur suður og þegar kvæntur Ragnheiði. Með Eyjólfi átti hún einn son, Einar, sem bjó í Stóradal undir Eyjafjöllum, og er hans þegar getið sem myndugs manns árið 1495. 2) Eyjólfur og Ragnheiður hafa gifzt 1473 eða 1474- Jón sá Magnús- son, sem bjó á Núpi í Eystrahreppi og virðist hafa átt þá jörð, hefur auðsjáanlega verið sonur Magnúsar á Krossi, en væntanlega ekki sonur Ragnheiðar, með því að þau hafa að líkindum einungis verið nokkra mánuði í hjónabandi. Hann hefur hlotið að vera skilgetinn er hann fékk Núp, og verður að ætla, að Magnús hafi verið kvænt- ur, áður en hann átti Ragnheiði, en sú kona er ókunn. Síra Jón Egilsson segir, að sonur Magnúsar á Krossi hafi verið Magnús faðir Jóns í Moldartungu, föður Jóns Norðlings. Annar sonur Magnúsar 2) D. I. V, 646 3) D. I. V, 688. 1) D. I. V, 790 2) D. I. V, 268. Goðasteinn 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.