Goðasteinn - 01.09.1965, Page 66

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 66
koti, að það er allt grunnt (0,4-0,6 m) svo að það er vætt á full- háum stígvélum, nema Kerið, sem er syðst í vatninu og er 9,7 m djúpt. (Allar dýptartölur og upplýsingar, innan tilvitnunarmerkja, eru hér, með bessaleyfi, samkvæmt því, sem Sigurjón Rist vatna- mælingamaður hefur skráð í gestabók Tjarnarkots, en hann og sam- starfsmaður hans mældu dýpi Veiðivatna með bergmálsdýptarmæli sumarið 1959.) Vestur úr Tjaldvatni rennur kvísl vestur í Langa- vatn, og kallast þar Slýdráttur. Tveir smáhólar eru í þeirri kvísl. Ofan við Slýdrátt, norðvestan Tjaldvatns, er skúrmyndað hús, fárra ára gamalt, og er nefnt Vatnaver. Nú lítum við fjær okkur. I norður er alda, sem nær frá og er áföst Miðmorgunsöldu og vestur að Kvíslarvatni, og fer hún vax- andi alla leið. Hún hcitir engu sérstöku nafni, kallast „aldan“, en þegar gengið er á þá öldu að ofanverðu, blasir við næst manni Vatnakvíslin, sem á upptök sín undir strýtumyndaðri öldu innst i ölduhrygg norðan hennar, og rennur í Tungnaá hjá Svartakrók. Fjær sjáum við í norðvestri allháan fellahrygg og ber þar hæst Þóristind. Til norðausturs innan við ölduhrygginn norðan Tjaldvatns er Litla- Fossvatn (dýpst „19 m nálægt miðju vatni“), og rennur kvísl, Foss- vatnakvísl, úr því norðvestur í Vatnakvísl, skammt neðan við upp- tök hennar. En þar, sem Fossvatnakvísl fellur úr vatninu, er foss, sem vatnið dregur nafn af. Mjög hefur sá foss sett ofan hin síðari ár. Inn af Litla-Fossvatni er Stóra-F'ossvatn (dýpst „19 m í austur- hlutanum"), og rennur kvísl úr því í Litla-Fossvatn; rennur hún úr vatnspolli, sem skagar suður úr Stóra-Fossvatni og kallast Kerling- arpollur eða Kerlingarlögn, og er rennsli úr aðalvatninu í pollinn. Norðaustur af Kerlingarlögn er hár, kúpumyndaður hóll, sem heitir Litli-Klofi, og skiptir hann vatninu að nokkru leyti í þrennt. Vestur af Litla-Klofa eru tveir grasi grónir klettahólmar rétt að kalla sam- an cg kallast Fossvátnshólmar, og vestur af þeim er vík. Við þá vík er Bátseyri, en norður og upp af henni rís há og brött alda, sem heitir Fossvatnsalda. Þar er útsýn fögur. Austur frá Litla-Klofa skyggir í svarta sandbakka, sem Svörtuloft heita, en inn af þeim er smá vík, sem kallast „austur í Botni“. Vestan til í miðju vatni er lítill hólmi, sem kallast Skerið. Innst með vatninu að norðaustan er nokkuð stórt hraun, Fossvatnshraun, að mestu gróið, og heitir 164 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.