Goðasteinn - 01.09.1965, Page 54

Goðasteinn - 01.09.1965, Page 54
Steinþór Þórðarson á Hala: Samtíningur I. DRAUMUR Það var tveimur nóttum fyrir ofviðrið 18. desember 1960, að mig dreymdi, að ég gengi frá útidyrum inn ganginn að hurðinni, sem liggur vestur í geymsluna, opnaði hurðina og liti inn í geymsluna. Sá ég þá, hvar kvenmaður stóð í suðvesturhorni hennar. Ég þóttist strax bera þar kennsl á móður mína. Var hún í snáðu pilsi úr heima- ofnu vaðmáli. Efri hluta hennar sá ég óglöggt. Virtist hún beygja sig til hálfs yfir eitthvað, þar sem hún stóð. Ég þóttist vita, að hún var dáin. Ég spurði: „Hvernig líður þér“? „Ekki vel“, svaraði hún. „Af hverju er það“? spyr ég aftur. „Vírarnir slitnuðu“, var svarið. Um leið og samtalinu var að ljúka, veik mamma sér að bekk, sem stendur undir glugga við norðurenda geymslunnar, gegnt því, sem hún hafði áður staðið. Sá ég hana þá greinilega en þó aldrei glöggt. Á öðrum degi frá þessum draumi gerði hér ofsaveður af norð- vestri. Hey, sem hér var úti, vestan við fjárhúsin, reif upp, og kast- aðist hluti af því á vestustu fjárhúsþekjuna. Vírarnir, sem héldu ábreiðunni niðri á löninni, slitnuðu. Símalínan, sem lá hér frá hús- unum í staur, nokkra metra sunnan við þau, slitnaði líka. Var það þetta, scm mamma var að segja mér? II. DRAUMUR Vorið 1932 andaðist miðaldra bóndi í Suðursveit. Hann lét eftir sig konu og sex börn, það elzta pilt á fermingaraldri. Nú bar það til tveimur árum seinna, að mig dreymdi, að ég væri staddur á heimili hins látna ásamt Benedikt bróður mínum. Varð 52 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.