Goðasteinn - 01.09.1973, Page 5
Halldór Vigfússon:
Rauðnefsstaða-
hjónin Þuríður og
Þorgils
„Satt er efnið, sem ég þér
segja vil, mín kæra,
frábæra;
með lygabuldri ljótu hér,
lindin gulls, ég ætla mér
þig ekki að æra“.
Rauðnefsstaðir eru efsti bær á Rangárvöllum austanverðum. Þar
nam land Hrólfur rauðskeggur, og þar bjó sonur hans, Þorsteinn
rauðnefur, og átti margan sauð, meðan hann var og hét, eins og
sagt er frá í Landnámabók. Síðan hafa þar ýmsir góðbændur
búið, þangað til jörðin fór í eyði í Heklugosinu 1947.
Um 50 ára skeið á miðhluta 19. aldar bjuggu á Rauðnefsstöð-
um hjónin Þorgils Jónsson og Þuríður Pálsdóttir. Þau bjuggu þar
allan sinn búskap og voru vel kunn á sinni tíð. Er um þau getið
á víð og dreif í bókum, einkum Þorgils, og enn eru mönnum í
minni ýmsar frásagnir af þeim hjónum. 1 þessum þætti hef ég
dregið saman það, sem ég hef rekizt á eða fengið að heyra um
þau hjá gömlum Rangæingum. Einkum hefur móðir mín og systkin
Goðasteinn
3