Goðasteinn - 01.09.1973, Page 11

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 11
í Vatnsdal hjá Magnúsi Stephensen sýslumanni og var þar á vist í nokkur ár, en síðan heimasæta á Rauðnefsstöðum. Þegar tauga- veikin gaus upp á Selalæk, var hún léð þangað til hjálpar og hjúkrunar, en sýktist, komst heim að Rauðnefsstöðum og dó þar 5. jan. 1870, 31 árs að aldri. 7. Halla, fædd 22. apríl 1840, giftist 31. maí 1865 Markúsi Björnssyni prests á Stokkseyri Jónssonar. Markús var fæddur á Torfastöðum í Biskupstungum 26. júní 1840. Þau bjuggu fyrst 4 ár í Skógsnesi í Gaulverjabæjarsókn, voru eitt ár í Gaulverjabæ, en bjuggu síðan á Flögu í Hróarsholtshverfi í Flóa. Son misstu þau á 3ja ári, en dóttir þeirra var Þuríður í Hlíðarhúsum í Reykjavík. Halla var yfirsetukona. Hún var hagmælt, eins og þær systur fleiri, þó að lítt væri á lofti haldið eða rækt við lögð. Halla dó í Flögu 31. des. 1915. - Þuríður í Hlíðarhúsum, dóttir Höllu, var móðir Ársæls Jónassonar kafara, Jennýjar læknisfrúar á Siglu- firði og þeirra systkina. 8. og 9. Andvana. piltbörn, tvíburar, fæddir 15. nóv. 1841. 10. Guðjón, fæddur 26. des. 1846, dáinn 12. jan. 1847. ,,Barna- veiki“. Auk þessara barna átti Þorgils son utan hjónabands með Kristínu Magnúsdóttur frá Bollakoti í Fljótshlíð. Hún var fædd 2. marz 1832, var lengi vinnukona á Þorleifsstöðum, en á Rauð- nefsstöðum fæddist sonur þeirra, Þorsteinn, 28. febr. 1856. Hann ólst upp hjá þeim Rauðnefsstaðahjónum, varð verzlunarmaður á Eyrarbakka og síðast kaupmaður í Reykjavík, dó þar 8. júní 1915. - Kona Þorsteins var Þórunn Ólafsdóttir frá Grjótá í Fljótshlíð. Þeirra börn Ólafur verkfræðingur, Ásta í Chic og fleiri. Húsfreyjan og heimilisbragur. Mjög er það haft á orði, hve myndarlegt Rauðnefsstaðaheim- ilið hafi verið, ekki sízt eftir að dæturnar komust á legg, þvi að þær lærðu iðnir og vinnubrögð móður sinnar, og fórst þeim það allt vel úr hendi. - Hins vegar var fylgt venju og tíðaranda um það, að sárlitla tilsögn fengu þær í bóklegum menntum um fram lestrarkunnáttu. Er það sagt til dæmis, að Árni bróðir þeirra fékk forskriftir með þrenns konar stafagerð, og var honurn haldið Goðasteinn 9

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.