Goðasteinn - 01.09.1973, Page 15

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 15
bændur á Rangárvöllum, fornmannlegir í háttum, en drenglyndir í hug. Einn af hinum helztu var Þorgils Jónsson, bóndi á Rauð- ncfsstöðum. Hann var „þéttur á velli og þéttur í lund“, rausnar- maður, hjálpsamur, tryggur og raungóður, vitsmunamaður, fróður og minnugur, fremur dulur í skapi ódrukkinn. Drakk í ferða- lögum, eins og þá var títt, og var þá ekki fyrir alla að mæta honum í orðakasti. Heima drakk hann ekki, nema þá er hann vcitti gestum. Var hann þá einkarskemmtilegur í viðtali." (Sunn- anfari 1902, X. árg., bls. 60). Þuríði er svo lýst, að hún hafi verið smágerð og einkar fínleg, snotur vexti og vel farin í andliti, en bæði munu þau hjón hafa verið móeyg, og hefur sá augnalitur gengið í arf til sumra afkom- enda þeirra. „Blessuð Rauðnefsstaðaaugun", sagði Þorsteinn Erlingsson, er hann sá eina dótturdótturina. Öllum, sem til þekktu, ber saman um, að þau hjón hafi verið góðum gáfum gædd og all-mjög um fram meðallag í mörgu, en þó sitt með hvorum hætti. „Hún var gáfaðri, en hann greindari", sagði Ingveldur Þorgilsdóttir um foreldra sína. Utan heimilis þótti Þorgils vera nokkuð slarkgefinn, og orðskár var hann einkanlega við þá, er töldust eiga meira undir sér en hann. En mjög þótti skipta í tvö horn, hve hann var hugulsamur á heimili og eftirlátur konu sinni. Þó voru til misklíðarefni þeirra á milli, eins og hvarvetna vill vera. 1 íslenzkri fyndni (XII, nr. 84) er þessi frásaga: „Þorgils á Rauðnefsstöðum var kunnur maður á sinni tíð. Hann var glettinn í tilsvörum og orðheppinn. Þuríður kona hans hafði orð á sér fyrir, hve bókhneigð hún var og vel að sér. Var til þess tekið, að hún var læs á fleira en íslenzku, sem fágætt var um sveitakonur á þeirri tíð. Eitt sumar á búskaparárum þeirra hjóna höfðu gengið miklir óþurrkar. Túnasiætti var lokið, en lítið eða ekkert var búið að hirða af töðunni, og var hún í sæti á túninu. Þorgils var kominn á engjar með fólk sitt, og einn daginn hittist svo á, að Þuríður var ein heima. Þurfti hún nú að gæta þess, að gripir færu ekki í sætið á túninu. En þegar Þorgils kom heim af engjunum, var köld aðkoma: Goðasteinn 13

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.