Goðasteinn - 01.09.1973, Side 20

Goðasteinn - 01.09.1973, Side 20
neðan, en uppmjóum. Leið hann áfram götuna og nokkuð hratt. Tvær voru göturnar. Fór sína hvort, og fór hann fram hjá henni. Varð hún hrædd og leit ekki á eftir honum. En ekki sakaði hana, og fór hún heim. Fólk var háttað, en bær þó ólokaður, þar eð von var á henni. Um morguninn eftir sagði hún Þorgilsi bónda, hvað fyrir hana bar. Hann sagði, að fleiri en hún hefði þótzt verða varir við vofu eða reimleik við bólin. En engan hefði sakað. Bað hana þó að hafa ekki mikið orð á þessu.“ Og enn hefur Guðrún sagt Brynjúlfi frá því, að einhvern tíma á vetrarkvöldi, er lesinn var húslestur inni í hjónaherberginu á Rauðnefsstöðum, tók hvolpur, sem var inni hjá fólkinu, að gelta ákaflega. Þótti líklegast, að hann gelti að aðkomumanni, sem var á bænum við smíðar. En þegar hvolpurinn lét ekki sefast, heyrðist ókennd rödd utan af miðloftinu hasta á hann: „Svei þér! Svei þér!“ Og hvolptetrið steinþagnaði undir eins. - Auðvitað fylgir það sögunni, að ekki fannst neinn eigandi þessarar raddar, þegar gáð var að. En góðrar náttúru hefur sá huldumaður átt að vera og ekki viljað láta glepja guðsorðaiesturinn. (Br. J.: Dul- rænar smásögur, bls. 86-7 og 99). Hér skal því við bætt, sem Björn Guðmundsson á Rauðnefs- stöðum hefur skrifað í Lesbók Morgunblaðsins 1943 (XVIII. árg., bls. 239). Hann segir svo: „Þorgils bóndi á Rauðnefsstöðum þótti vita eitthvað meira en almenningur, vera sem sé draumspakur eða forspár. Væri hann svo spurður að því, hvernig hann vissi þetta, sagði hann, að kerlingin í Nípunni segði sér það. Nípa heitir hár hamar norð- austan við túnið hér.“ - Sjálfur segist Björn hafa haft „einhvern óljósan en góðan þokka til þessarar draumkonu hans eða hvað hún var“, og telur sig einu sinni hafa dreymt hana- Á öðrum stað (Suðurland 9. marz 1957) hefur Björn birt þessa frásögn: „Eitt sinn er faðir minn var drengur á Reynifelli, kom hann að Rauðnefsstöðum. Var Þorgils þá að byggja eða endurbyggja stóra og góða skemmu, sem í var grind og loft yfir. Sagði Þor- gils þá: „Þessa skemmu er ég að byggja handa þér, Gummi minn“. - 18 Goðastemn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.