Goðasteinn - 01.09.1973, Page 21

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 21
En eftir 24 ár varð faðir minn bóndi á Rauðnefsstöðum og notaði þá áminnzta skemmu,“ bætir Björn við. Enn einn vitnisburður um dulargáfur, sem Þorgils hafi verið gæddur, kemur fram í frásögn Þórðar Tómassonar frá Vallnatúni í Goðasteini 1963 (II. árg. 2. hefti, bls. 68), en þar segir frá skipstapa, sem varð við Eyjafjallasand 3. apríl 1832. Þar kemur Þorgils við sögu á þann sérstæða hátt, að fyrirboði forðar honum frá drukknun. Úr þeim frásagnarþætti skal hér tilfært það, sem Þorgils varðar, og er það á þessa leið: ,,Um aldaraðir sóttu Eyfellingar sjó af harðfengi og kappi. Gcngu jafnan mörg skip úr Eyjafjallavörum. Laust eftir 1820 var Erlendi Sigurðssyni bónda í Svaðbæli undir Eyjafjöllum falin formennska á skipi. Hann var liðtækur maður og góður bóndi, ættaður frá Varmadal á Kjalarnesi. Skip Erlends var góður sexæringur, skipaður 12-14 mönnum, sumum langt að komnum. Fjöldi utansveitarmanna var þá í skiprúmi hjá Fjallamönnum. Nefndust þcir viðliggjarar. Nú skal nefna til sögunnar Þorgils Jónsson, er bjó á Rauðnefs- stöðum á Rangárvöllum, merkan bónda og mikilhæfan. Hafa margar sögur af honum gengið allt til þessa dags. Hann réðst háscti til Erlends í Svaðbæli og reri hjá honum nokkrar vertíðir. Oft voru frátök við sjóinn svo dögum og vikum skipti. Hélt Þorgils þá heim til sín og beið þar gæfta. Flann var dulvitur og veðurglöggur, svo að orð var á gert. Erlendur átti skipshróf við Steinahelli framan við engjagarð- inn. Ofan við garðinn var alfaravegur. I byrjun vetrarvertíðar 1831 gerði hæga norðankælu. Bjóst Þorgils á Rauðnefsstöðum þá að heiman með bösl sín og reið austur undir Eyjafjöll. Aðeins var farið að bregða birtu, þegar hann kom að Steinahelli. Hann veitti því athygli, að þyrping manna stóð umhverfis skip Erlends. Furðaði hann mjög á því og hugsaði með sjálfum sér: „Getur verið, að þeir ætli að fara að setja fram núna?“ Brátt varð hann þó vís þess, að þarna voru ekki mcnn með holdi og blóði. Leið hans lá rétt hjá hópnum. Menn- irnir gengu umhverfis skipið, héldu að sér höndum, og ekkert hljóð heyrðist til þeirra, Þorgils þekkti þarna Erlend á Svaðbæli Goðasteinn 19

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.