Goðasteinn - 01.09.1973, Side 24

Goðasteinn - 01.09.1973, Side 24
fyrst inn með Rangá (eystri) og síðan með Valá, er kemur úr Valagili eða gegnum það úr Tindfjallajökli. Drengirnir hafa því tekið upp hjá sjálfum sér að fara aðra leið, sem er styttri, en lent í áfreðum á gilbarminum og hrapað þar niður. Kunnugir vita, að á þessum stað koma talsverðir svellbunkar, sem þó ckki sjást, þegar snjór fellur í logni. Þriðji pilturinn, sem þau Þorgils misstu, hét Jónas, 19 ára. Ætl- aði að stökkva yfir Skútufoss í Fiská, skammt frá Árgilsstöðum, en lenti í fossinum og drukknaði. Hef ekki fengið upplýsingar um, hvaðan hann hafi verið eða hversu lengi hann hafi hjá Þotgilsi verið. Hinir voru ættaðir af Rangárvöllum.“ Við framanskráða frásögn Björns er þessu að bæta: Jón Guð- mundsson á Ægissíðu minnist á fyrr nefnda slysið í einni af ættar- tölubókum sínum, og ber honum saman við Björn, að það hafi orðið í Kálfatungugili. Hins vegar segir hann nokkuð öðru vísi frá, hvernig hagaði til, er iíkin fundust, og ekki er að sjá, að hann kannist við nibbusöguna: „Jón sat við stein í gilinu óhreyfð- ur, en Ólafur fannst í Fiská nokkuð skaddaður." - Af mínisteríal- bók Keldnakirkju má sjá, að piltarnir hafa verið greftraðir 5. desember, 25 dögum eftir að þeir hröpuðu. - Jón var fæddur í Tungu á Rangárvöllum 3. nóv. 1823, en Ólafur fæddist 26. maí 1830, og voru foreldrar hans Jón Árnason og Guðrún Björns- dóttir „ógift vinnuhjú í Svínhaga“. Um slysið við Skútufoss er það að segja, að pilturinn, sem þar fórst var ekki heimilismaður á Rauðnefsstöðum, heldur mun það hafa verið Jónas Þorsteinsson vinnupiltur á Velli í Hvolhrcppi, sem getið er um í prestsþjónustubók Breiðabólstaðar, að drukkn- að hafi í Fiská 3. nóv. 1848, 16 ára að aldri. Hitt má vel vera og enda líklegt, að hann hafi verið á ferð að eða frá Rauðnefs- stöðum. Jónas þessi var fæddur á Minna-Hofi á Rangárvöllum 12. sept. 1832. Foreldrar hans voru Þorsteinn Bjarnason og Ragnhildur Sveinsdóttir vinnuhjú eða húsmennskuhjón á Minna-Hofi, gefin saman 19. ágúst 1832. Þau voru seinna í Vindási í Oddahverfi, Lambhaga og víðar. En Jónas, sonur þeirra, var niðursetningur í Odda frá 4-13 ára aldurs. Þá fluttist hann að Brekkum á Rang- 22 Goðastei/v/

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.