Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 25

Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 25
árvöllum, en næsta vor að Valstrýtu í Fljótshlíð og loks að Velli 1847, og þar átti hann heima, er hann drukknaði á næsta ári. Bújörðin. - Eigandi og ábúandi. Þorgils fæddist á Rauðnefsstöðum, eins og áður er sagt, og þar undi hann hag sínum alla ævi. Á því býli hefur aldrei orðið verulegt mcin að sandfoki og uppblæstri, sem verst hefur leikið fjölmargar bújarðir á Rangárvöllum. En marga bakslettu mun jörðin hafa fengið af öskufalli og vikurburði, eins og raun varð á í Heklugosinu 1947. Um ævidaga Þorgils urðu tvö stórgos í Rangárþingi, í Eyjafjallajökli 1822 og í Heklu 1845, en Katla gaus tvisvar á því tímabili (1823 og 1860). - Eftir miðjan september 1845 lagði mikinn öskumökk frá Heklu yfir austustu bæi á Rangárvöllum og þar suður af. „Mældi þá bóndinn á Rauð- nefsstöðum [þ.e. Þorgils] öskufaliið í íláti, er hann lét standa úti, og var það tveggja þumlunga þykkt á einni eykt“. (Ný félags- rit 1846, VI. ár, bls. 189). Sumarfagurt þótti vera á Rauðnefsstöðum, en vetrarhart. Þar var sauðland gott, en slægjur snögglendar, og í grasleysisárum sótti Þorgils heyskap að, jafnvel alla leið í Safamýri að sögn. Jörðin var 20 hundruð að fornu mati og eign bændakirkjunnar á Keldum. Höfðu því Kcldnaeigendur umráð jarðarinnar. Meðan Þorgils var í æsku, bjó á Keldum Guðmundur Erlendsson, móð- urfaðir hans, með Guðrúnu Pálsdóttur, seinni konu sinni, en síðan tók þar við forráðum sonur þeirra, Pál! ríki (d. 20. ágúst 1828), og var hann hálfbróðir Ingveldar, móður Þorgils. Þegar Jón á Rauðnefsstöðum, faðir Þorgils, var dáinn (1824), hélt Ingveidur áfram búskap þar með 4 börnum sínum uppkomn- um, og hefur Þorgils þá haft búsforráð með henni. En það stöð skamma hríð, því að 1826 hlutu þau að eftirláta ábúðina Guð- rúnu, dóttur Páls á Kcldum, og manni hennar, Guðmundi Magnús- syni. Þau hjón bjuggu þó ekki nema eitt ár á Rauðnefsstöðum, en fluttust þaðan að Króktúni hjá Keldum. Var Guðmundur orðinn sjúkur af holdsveiki og andaðist skömmu síðar (12. maí 1831). En meðan þau bjuggu á Rauðnefsstöðum, veitti Þorgils búi þeirra forstöðu, og sagt er, að hann hafi einnig litið til með þeirn, eftir Goðasteinn 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.