Goðasteinn - 01.09.1973, Qupperneq 27

Goðasteinn - 01.09.1973, Qupperneq 27
„Það er kona úti, sem er alveg eins og þú, amma!“ ,,Jæja“, sagði amma hennar með feginleik. „Það er þá hún Ingveldur mín frá Háakoti.“ Eftir því að dæma hefur skyldleiki þeirra hálfsystra átt að segja til sín. En víkjum aftur að samskiptum þcirra Guðmundar Brynjólfs- sonar og Þorgils. Nokkur dæmi hafa menn kunnað að segja af orðahnippingum þeirra, landsdrottins og landseta, og eru hér smásýnishorn af því: Einhvern tíma sem oftar kom Þorgils að Keldum. Hann reið fyrir opnar skemmudyr, og var Guðmundur eitthvað að dunda þar inni. Þorgils kallaði inn í skemmuna: „Góðan daginn, Guðmundur minn.“ Guðmundi misheyrðist ávarpið og taidi víst, að Þorgils væri að taka upp ýfingar frá síðustu samfundum þeirra. Hann svaraði: „Og þú lýgur því, eins og vant er.“ Öðru sinni var það eftir messu í Keldnakirkju, að sóknarbænd- ur voru inni í bæ við góðgerðir, eins og venja var. Þá hafði nýlega verið jafnað niður útsvörum í hreppnum, og bar Guð- mundur á Kcldum hæsta útsvarið. Þótti honum - eins og flestum fyrr og síðar - of hátt lagt á sig. Hann var þá kominn á efri ár og sagði: „En þcir leggja nú ekki lengi á mig úr þessu. Ég er nú bráð- um á förum, sem betur fer.“ „Já, sem betur fer, Guðmundur minn.“ samsinnti Þorgils. Þegar Páll, sonur Guðmundar, gekk að eiga eina af Rauðnefs- staðasystrum, Þuríði, mun Guðmundur hafa látið orð liggja að því við Þorgils, að sér þætti lítið til koma að mægjast við hann. Þorgils brá á glens eins og oftar og sagði: „Bíddu hægur! Þær eiga eftir að tengjast betur ættirnar okkar.“ - Og reyndar varð þetta sannspá hjá Þorgilsi, þó að í gamni væri sagt. Hér má skjóta því inn í, að Þuríður á Rauðnefsstöðum virðist og hafa verið næsta vandfýsin á mannsefni handa dætrum sínum. Einhvern tíma er minnzt var á andlát Guðríðar, dóttur hennar, sagði hún: Goðasteinn 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.