Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 31

Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 31
hans. En hún hafði það við framanskráða frásögn Jóns á Ægi- síðu að athuga, að hesturinn, sem Þorgils reið í þessari ferð hafi ekki verið Bleikskjóni (reyndar segir Jón það ekki beint) heldur rauður hestur, sem Þorgils keypti tryppi úti í Holtum. Hafi hann séð þar flókatryppi í stóði, lagt fölur á, en eigandinn vildi ekki selja nema þá gegn ærnu gjaldi. Varð það úr, að Þorgils keypti tryppið fáheyrðu verði og sætti ákúrum nágranna sinna fyrir ofkaup, því að lítið var um hrossauppeldi á ofanverðum Rangárvöllum. En ekki brást honum rauði folinn, og var frá þessu sagt scm dæmi um það, hve Þorgils hefði haft glöggt auga fyrir því, hvað í hrossunum bjó. En Þorgerður kunni söguna lengri. Hún sagði, að afi sinn hefði hraðað svo mjög heimför sinni, vegna þess að næsta dag átti að vera jarðarför við Keldnakirkju. Þá hafi Ingveldur, móðir henn- ar, riðið Rauð til kirkjunnar, og hafi það verið í eina skiptið, að hún réð ekki við hann fyrir fjörofsa, svo að ekki hefur hann verið mjög þústaður eftir langferðina. En þó að Þorgilsi væri sýnt um hestahald, var hann svo mikill búmaður, að ekki vildi hann hafa hross á heimilinu um fram þarfir, og haft er eftir honum, að sauðfé fengi ekki haldið heilsu, ef mikill ágangur væri af hrossum í sömu högum. Þorgils var í vinfengi við Magnús Stephensen sýslumann í Vatnsdal, en hann var mikill búhyggjumaður. Einhverju sinni, er þeir sátu í góðu tómi, spurði Magnús: „Hvað er bezt í búi?“ Þorgils svaraði: „Þrifin kona og góð kýr.“ „En hvað er verst í búi?“ spurði sýslumaður aftur. „Of margir hestar og of margir karlmenn“, svaraði Þorgils. Ýmsar sagnir af Þorgilsi. Þorsteinn Erlingsson skáld og Þorgils á Rauðnefsstöðum voru góðir kunningjar, og fór vel á með þeim, þó að aldursmunur væri mikill. í Sunnanfara 1914 (XIII. árg., bls. 74) er þessi frásögn: „Á þeim árum, áður Þorsteinn kom í skóla, þótti honum út Goðasteinn 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.