Goðasteinn - 01.09.1973, Page 43

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 43
í góðu grasaplássi. Kyrrðin á nóttunni og fegurð náttúrunnar með morgunsólinni og söngur fuglanna lagði allt til samans til að vekja unað hjá manni og gjöra tímann styttri. FJÁRGEYMSLA OG ULLARHIRÐING Á flestum bæjum í Hjaltastaðaþinghá urðu bændur að láta sauðsmala gæta fjár í haga á vorin, þar til snjór var alveg leystur, annars gat sauðfé lent ofan í hveri eða læki og ár, sem voru á sumum landeignum, og drukknað þar, þegar snjóbrýrnar, sem huldu hætturnar, fóru að þynnast af vorhlýindunum. Hirðarnir brutu niður allar slíkar brýr eins vel og þeir megnuðu, jafnóðum og hlánaði, til að flýta fyrir lausn sinni frá fjárgæzlunni. Svo þegar jörðin var orðin auð, var fé látið ganga sjálfala um hríð, þar til það var afhjúpað ull sinni, sem kallað var að rýja. Það var gjört með höndunum, hefði verið betra að klippa með skær- um eins og gjört er í Ameríku. Ef að skepnan var vel framgengin eftir vcturinn, lausholda og vel fylld, sem kallað var, þegar nýja ullin var komin áleiðis að vaxa innan við þá gömlu, var auðunnið verk að rýja. En svo, ef skepnan var fasthoida, þó vel fylld væri, var verkið þreytandi. Ef kindin var mögur, lá ullin laus og kroppurinn ber innan undir, og var þá hætt við, að kindin krókn- aði, ef kalt var í veðri. Þegar búið var að rýja geldfé, var það rekið á afrétt. Ásauðarburður byrjaði cftir áætlun í fjórðu viku sumars og stóð yfir allt að því þrjár vikur. Ánna var vitjað kvelds og morgna í haganum meðan á burði stóð, höfð með sér skjóia til að mjólka þær ær, sem mjólkuðu meira en lambið þurfti fyrst eftir það var borið. Menn höfðu lítil not af fjárhundum sínum við að smala saman lambám, þær beittu hornum sínum gegn þeim og ráku á fiótta. Þegar elztu lömb voru um það fjögra vikna, byrjaði stekkj- artími. Stekkurinn var langar kvíar, veggur nærri miðju hlaðinn þvert yfir þær og svo lauslega reft yfir að ofan og þakið mcð torfi og op á miðju þakinu svo loft gæti komizt inn; það var lambastekkurinn. Á kveldin voru ærnar með lömbum sínum rekn- ar inn í stekkjarkvíarnar, iömbin handsömuð og látin inn í stckk- inn. Á morgna var farið til stekkjar og ærnar mjólkaðar til hálfs Goðasteinn 41

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.