Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 46

Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 46
fram að túnaslætti. Hjá flestum höfðu tveir menn það verk á hendi, einn á daginn en annar á nóttunum. Ærnar voru reknar hraðara í haga en úr. Það var ætlazt til, að þær gengi hægt og bítandi heimleiðis til mjalta. Misjafnt heppnaðist mönnum ásauð- argæzla í haga, sumir létu ær dreifa sér víðsvegar um hagann og ráku þær svo saman skömmu áður en átti að fara að reka þær heim. En sumir þorðu ekki annað en að halda þeim svo saman, að þeir sæu alltaf til þeirra. Að byrjuðum túnaslætti var farið að láta þær ganga sjálfala í haganum og smala þeim heim kvelds og morgna. Og smalamennskan gekk eftir því, hvað menn voru aðgætnir og frískir til gangs og hvernig fjárhunda menn höfðu. Þegar komið var með ær í mjaltastöð, voru þær reknar í kvíar. Þar tóku konur við þeim og mjólkuðu þrisvar framan af sumri hverja á, af því beztur kraftur þótti í eftirmjólkinni til smjörs- og skyrgjörðar. Kveld og morna var það verk kvenna að hirða um mjólkina og gjöra úr henni skyr og smjör. Á Kóreksstöðum var í minni tíð í nokkur ár seldvöl höfðu einsog getur um í fornsög- unum. Skyrið var flutt heim vikulega úr selinu. Seldvöl var lokið um túnasláttarbyrjun. HEYANNÍR Heyannir byrjuðu vanalega í tólftu viku sumars og stundum fyrr, ef grasspretta var góð. Að heyskap var unnið um það þrjár vikur, áður en túnasláttur byrjaði. Sláttuljáir manna voru heima- smíðaðir. Skozkir ljáir voru nýfarnir að sjást hjá einstöku mönn- um í sveitinni, þegar ég fór þaðan. Konur rökuðu saman slægjuna í breiðu, sem kallað var flekki, þegar þerrir var góður, en í föng eða hrúgur, þegar þerrilaust var. Einsog karlmenn voru misjafnir sláttumenn eins voru konur það við rakstur. Svo var líka kröftum þeirra ofboðið við þá vinnu, þær þurftu að draga saman heyið með hrífunni og bera það saman í fanginu. Við að binda hey, þegar það var flutt heim, unnu oft- ast karl og kona. Það var aflraun fyrir karlmanninn að láta hey- baggana upp á hesta, einkum þegar það voru votabandsbaggar, þegar hey var flutt af votengi á þurrkvöll. Oft lyfti konan undir fyrri baggann og varð svo að standa undir honum á meðan sá 44 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.