Goðasteinn - 01.09.1973, Page 49

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 49
heitið til. Lökust þótti þeim, sem neðstur gekk, afstaða sín í göngunni, einkum ef það var frískur maður. Hann þurfti alltaf að gæta þess að vera aftastur í göngunni áfram, og þannig gekk röðin ailt upp til þess, sem efstur gekk að eftir því sem maður gekk ofar, þurfti hann að hraða meir göngunni, svo hann væri lítið eitt á undan þeim, sem neðar gekk. Þess vegna lá mestur vandinn á þeim, sem gekk neðst. Hann þurfti stöðugt að taka á móti fénu, sem hinir allir, maður frá manni, sendu ofan á við, og þurfti hann svo að beina því að aðhaldinu, sem var einhver gljúfraá, meðfram hverri það var rekið í áttina til byggða- Nú, ef einhverjum göngumanni vildi til að hraða ofmikið gangi og missti þess vegna eitthvað af kindum á bak við sig ofan á við, þá leiddi þar af hlaup og köll, og sá, sem óhappið vildi til, mátti búast við ávítum af foringja fyrir vangá sína. Sandbrekkurctt var stærsta og aðalfjárrétt sveitarinnar. Þangað var að kveldi fyrsta gangnadags komið með ógrynni fjár. Út úr stórréttinni, sem féð var látið í, voru smáréttir, sem kallaðar voru dilkar. Inn í þær létu menn fé sitt, þegar verið var að aðskilja. Hver bóndi dró kindur sínar í einn dilkinn út af fyrir sig og svo tók annar plássið, þcgar einn hafði lokið drætti. Þegar komið var með féð heim frá drætti, var það fyrst látið inn í hús, og fólkið, sem heima var, kom svo til að skoða kindurnar. Þar næst var féð rekið í haga, og vildi það þá oft leita til afréttar, þar sem það gekk um sumarið. Því var smalað saman af og til þar til vetur lagði að. Fiestir létu vakta lömbin heima. Karlmannsverk heima við á haustin voru fyrst að gjöra upp að heyjum. Þau voru alveg hulin með torfi. Þó var nautpeningur og hestar lagið í því að grafa sig inn í þau og gjöra skemmdir. Bæði karlar og konur öfluðu eldiviðar fyrir veturinn. Svo var slátrunartími. Bændur slátruðu sauðkindum til vetrarforða. Þeir létu á haustin á kvöldvökum raka ullina af sauðargærunum. Líka söltuðu þeir og brytjuðu kjöt sitt í tunnu eða þeir hengdu sumt upp til reykingar. En konur suðu slátur í feykilega stórum pott- um, sem látnir voru hanga yfir eldhúshlóðunum, og létu það síðan ofan í súrmataríiát sín. Líka gjörðu konur mest af því að bræða mör og gjöra tólg. Goðastemn 47

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.