Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 52
var vín, hið algenga brennivín, veitt, því sumir bændur sendu í
kaupstað fyrir jólin til að fá á kútinn, og eftir kaffi og sykri. Svo
var skemmt sér, spilað og haldnir leikir. Fríunarleikur (komið af
danska orðinu frieri) var uppáhaldsleikur fólks. Það var gjör
skipting. Einn fiokkurinn, þær eða þeir, voru úti fyrir leiksalnum
en hinn flokkurinn inni, og svo áttu persónurnar, sem inni voru,
að kjósa sér maka af þeim, sem úti voru, sem þá var gjörð vís-
bending að mættu koma inn, þegar kosningunni var lokið og þeir
eða þær, sem úti voru, urðu af skarpskyggni sinni að álykta, þegar
inn kom, hverri persónu mætti rétta hönd sína.
Tveir voru dagarnir taldir helgir, jóladagurinn og annar í jól-
um, og var farið til kirkju annanhvorn daginn. Eftir að Eiða- og
Hjaltastaðaprestaköll voru sameinuðu í eitt kall, messaði Hjalta-
staðaprestur annan hátíðisdaginn á Eiðum.
Um nýárið var sama hátíðahald og um jólin, nema hvað það
tók yfir styttri tíma.
Næsti tilhaldsdagur var fyrsti þorradagur, tileinkaður bóndan-
um og kallaður bóndadagur. Þá var höfð matartilbreyting,
skömmtuð svið upp úr súru. Á þriðjudagskveld í föstuinngangi,
sem kallaðist sprengikveld, var tilbreyting höfð í mat, veitt hang-
ið kjöt. Sunnudagur fyrstu í góu var svo næsti tilhaldsdagur,
kallaður konudagur. Þá var höfð minni tilbreyting en á bóndadag-
inn. Næst var þriðjudagurinn fyrsti í einmánuði, kallaður yngis-
mannadagur, lítill tilbreytingadagur. En einmánuðinn út var það
haft sér til skemmtunar, að hverjir þeir piltar eða stúlkur, sem
komu sem gestir á bæ, þá voru þau eignuð þeim piitum og stúlk-
um, sem fyrir voru á bænum til heimilis, eftir aldursröð.
Sumardagurinn fyrsti, kallaður af sumum til gamans jómfrúr-
dagur, var næsti tilhaidsdagur. Á barnsárum mínum, ef jörðin
var orðin auð og veður var gott, gekk hátíðahald og tilbreyting
tii þessa dags næst því, sem var á stórhátíðum. Snemma morguns
var lesið guðsorð og sungið, svo var útbýtt sumargjöfum og höfð
tilbreyting í mat. Ungt fólk fór bæja á milli og skemmti sér sem
bezt. Eftir að ég var orðinn fullorðinn, var farið að hafa minna
við sumardaginn fyrsta. Stundum var sumardagurinn fyrsti meira
50
Goðasteinn