Goðasteinn - 01.09.1973, Page 54

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 54
að einstaka menn gjörðust ölvaðir meir en góðu hófi gegndi og urðu þá háværir. Eftir að menn höfðu hreyft sig um tíma, var á ný veitt kaffi og brauð. Fáir fóru heim til sín að kveldi, þó af næstu bæjum væru, og var það nú ekki nærgætnislegt, og þó sumir færu heim, komu þeir aftur að morgni og þágu veitingar. Og í einni veizlu var ég um haustíma 1862. Þcgar komið var fram á nótt, gekk brúðguminn út og kallaði upp og sagði öllum, sem væru á förum, að þeir skyldu koma inn og fá burtfararstaup og bætti um leið við, að það þyrftu allir að fara heim til sín, veizlutíminn væri úti. En þetta hafði svo lítil áhrif, að aðeins fáir voru þeir, sem fóru heim og komu ekki aftur; hávaði fólks sat veizluna út. ÁLNIR OG FISKAR OG PENINGAMYNT Hver bóndi var skyldur að gjalda vissa peningaupphæð í land- aurum samkvæmt verðmæti eigna hans. Landeyririnn, sem hugsað- ur var sér, var kallaður alin, stærra nafn en fiskur minna nafn. 1 alin hverri voru tveir fiskar, og var svo alinin virt árlega og verð hennar reiknað til peninga. Lögboðið lífsframfærslugjald með sveitarómaga um árið var 120 álnir, og þegar alin var 25 skild- ingar og þrír fjórðu úr skildingi, sem oft var, nam það 30 dölum og 90 skildingum. Út af alininni eru komnar þessar gátuvísur: Vinnumaður vildi fá verkalaun sín bónda hjá. Sá ég fljúga fugla þrjá, förum út að veiða þá. I alin skulu andir tvær, álft er jöfn við fjórar þær, tittlingana tíu nær tók ég fyrir alin í gær. Af fuglakyni þessu þrjá tii þrjátíu álna reikna má. 52 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.