Goðasteinn - 01.09.1973, Page 68

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 68
og segir nokkuð hastur um leið og hann leit út: „Nú er Guð- brandur kominn og er býsna brúnaþungur." Þá segir Gísli: „Og er það ekki von, þar sem ég hefi logið þcssu öllu upp á mann skepnuna!“ En enginn Guðbrandur var kominn. Sýslumaður dæmdi Gísla undir tíu vandarhögg og Sigurð undir fimm. Þannig lauk draugamálinu. Svona lagað hrekkjabragð, sem þessir óþokkapiltar léku og sem nærri hafði eyðiiagt velferð eins hcimilis, sýndi, hvað hræðilega spilltur hugsunarháttur einstöku manna gat verið. UM ÁRFERÐI í HJALTASTAÐAÞINGHÁ Hjaltastaðaþinghá hefir oft verið undirlögð miklu vetrarríki. Óblíða náttúrunnar hefir oft gjört áhlaup á sveitina, þegar kom- ið hefir verið fram á vor, og það í júnímánuði. Hér á eftir ætla ég lauslega að gjöra yfirlit yfir árferði, eftir því sem ég nánast man; aðallega frá 1853 til 1876. Veturinn 1852-1853 var harður, kallaður ,,harði-vetur“. Þegar komið var fram á útmánuði, voru margir bændur orðnir fóður- þrota, og ráku þá margt af fé sínu upp til efri sveita; sumir upp í Fljótsdal, þar sem ársæld var mest, alauð jörð, þegar jarðbann var á úthéraði. Þeir komu til baka sigri hrósandi: ær allar fram- gengnar með lömbum. Næstu fimm ár voru góð; 1856 voru góu-páskar, 23. marz. Þá var alauð jörð, og túnvinna byrjaði snemma. Árið 1858 kom vor- áfclli um hvítasunnu; 23. maí gjörði jarðlaust, svo að varð að taka sauðfé inn á gjöf. Sauðburður var byrjaður því komið var í fimmtu viku sumars. En nálega allir höfðu hey, því sumarið áður hafði verið gott. Svo áfellið gjörði ekkert fjártjón. Veturinn 1858-1859 var kallaður „Helminga-vetur“. Seinni hlutinn var afar harður. Þá voru sumarpáskar. Þann 24. apríl, á föstudaginn langa, setti niður snjókyngi og nóttina á eftir; en snjóbylur var á laugardaginn. Faðir minn og bróðir ætluðu að reka fénaðinn upp til efri sveita á laugardaginn, hefði veður leyft. Þá man ég að cldur var dauður í Kóreksstaðagerði á laugardags- morguninn, svo ekki var hægt að hita neinn mat; um eldspýtur var ekki að tala, þær voru lítt þekktar. Bróðir minn var sendur 66 Goðastemn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.