Goðasteinn - 01.09.1973, Page 75

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 75
urinn fellur eftir og áður er getið um. Systir mín, Þóranna, sem þá var vinnukona á Kálfafelli, nú húsfreyja á Reykjarhóli í Skaga- fnrði, gekk um daginn til lækjarins eftir vatni. Á leiðinni þaðan tók hún eftir því að eitthvað mórautt lá í rofinu og hugði hún fyrst það vera ullarlagð, en þegar hún tekur það upp, sér hún að þetta er dökkmórauður trefill af nákvæmlega sömu gerð og sá, er Helgi hafði. Hann lá þarna í rofinu laust samanvafinn og eins og hann hefði verið lagður þar einmitt á stundinni. Ekkert sá á honum, og ekki var hann hið minnsta upplitaður. Sýndi Þóranna þegar fund sinn. Aldrei hvorki fyrr né síðar hef ég séð mann jafn forviða og Jón Bergsson, er hann sá trefil- inn. „Þarna er þá komið netið mitt. Það er ekki um að villast,“ varð honum að orði. Geta má þess, að Þóranna hafði aldrei fyrr séð trefilinn, því hann var horfinn, áður en hún kom að Kálfa- felli. Eftir þetta notaði Jón trefilinn eins og áður, og veit ég ekki fleira sögulegt við hann. (Skrifað í San José, Costa Rica, 5. ágúst 1973.) Goðasteinn 73

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.