Goðasteinn - 01.09.1973, Page 76

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 76
Sr. Svájnir Sveinbjarnarson: Hundrað ára minning: Guðjón Jónsson, Tungu í Fljótshlíð f. 20. 3. 1872 - d. 5. 4. 1952. Fljótshlíðin hefur löngum þótt gjöful sveit og gagnsöm undir bú, enda stendur byggðin þétt og samfellt, svo að óvíða gerasc bæjarleiðir skemmri. Samgangur er því greiður milli góðbúanna, - og áður fyrr, þegar fólkið var fleira á bæjunum og farartækni fábrotnari en nú gerist, - leiddi það af sjálfu sér, að manns- fætur mörkuðu spor í gróinn svörð, svo mörg og þétt, að gróður- magn jarðar fékk ei rönd við reist. Gata mótaðist um tún og engi milli bæja. Kannski hefur gönguslóðin um sveitina orðið einna skýrust þegar nær dró kirkjustaðnum að Breiðabólsstað. Enn í dag markar fyrir henni austan túnið, þó að flestallir ferðist nú um stundir á fjórum hjólum eftir þjóðveginum. Og grasið grær og breiðir yfir hin gömlu spor. En þegar sláttuþyrlan æðir um völlinn með gný hins nýja tíma og afhjúpar smám saman þessa grónu slóð, þá verður mér hugsað til fólksins, scm þessa götu gekk, þegar ég fyrst man eftir, og meðan fólk enn hafði tíma til að fara gangandi milli bæja og ti! kirkju sinnar. Missterkum dráttum eru þær mótaðar, myndirnar, sem í hugann koma. Sumar eins og hálfmökkvaðar móðu fyrnsku og gleymsku, - aðrar eins skýrar og fyrir skarpri sjón, svo sem augliti til auglitis. 1 hópi hinna minnisstæðustu er mynd þess manns, sem hér verður nokkuð frá sagt í tilefni þess, að á þessu ári eru liðin hundrað ár frá fæðingu hans. Það var ekkert skemmti- göngufas né værðarmolla yfir göngulaginu þegar hann kom skálm- 74 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.