Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 79
lægum sveitum. Næsta vetur var hann svo ráðinn að Mundakoti
á Eyrarbakka til ýmislegra snúninga. Eyrarbakki var þá, eins og
kunnugt er, höfuðstaður Suðurlands og þangað sótt til verzlunar
af Suðurlandsundirlendi og úr Skaftafellssýslum. Þar hefur því
verið margt að sjá og læra fyrir athugulan og áhugasaman ungl-
ing. Næst var ýtt frá landi og haldið út í Vestmannaeyjar, þar
sem Guðjón reri tvær vertíðir hjá Sigurði hreppstjóra, sem al-
kunnur var að dugnaði og harðfengi. Þá var hann aðra tvo vetur
sjómaður í Nesjum í Hvalsnessókn hjá Guðmundi Guðmundssyni,
sem talinn var mikill sjósóknari og góður formaður, einkum var
hann talinn góður stjórnari í vondum sjó og djarfur.
Þó að Guðjón stundaði sjó, vertíð eftir vertíð í nokkur ár, þá
hefur það að líkindum ekki verið honum sérlega hugleikið starf
Sjóveiki bagaði hann nokkuð og auk þess kallaði moldin og átt-
hagarnir alla tíð. Áður en því kalli var hlýtt, réði hann sig þó
til vitavarðarstarfa til Jóns Gunnlaugssonar, sem þá var vitavörð-
ur á Reykjanesi og gætti Guðjón þar vitans ásamt Tómasi Snorra-
syni frá Járngerðarstöðum í Grindavík. Við vitann vann hann í
sjö vetur, síðari árin hjá Jóni Helgasyni, sem síðast bjó að Stað
í Grindavík.
Aldamótaárið 1900 hóf Guðjón svo búskap í Tungu með Odd-
hildi systur sinni, en þá var móðir þeirra önduð sem fyrr segir og
faðir þeirra brá þá búi, enda mun honum hafa verið ljúft að
heimta soninn heim til þess að taka við staðfestu og áhöfn. Með
Oddhildi systur sinni bjó Guðjón til ársins 1907, en það ár gekk
hann að eiga heitmey sína, Ingilaugu Teitsdóttur frá Grjótá, en
þar bjuggu foreldrar hennar, Teitur Ólafsson og Sigurlaug Sveins-
dóttir. Þau Guðjón og Ingilaug bjuggu svo í Tungu óslitið til far-
daga 1942, er þau fengu jörð og bú í hendur syni sínum og
tengdadóttur, sem síðan hafa búið þar til þessa dags. Börn Guð-
jóns og Ingilaugar eru fjögur, talin í aldursröð: Guðrún, bústýra
í Þorlákshöfn, Sigurlaug, gift Guðmundi bónda Guðnasyni í
Fögruhlíð, Oddgeir, bóndi og hreppstjóri í Tungu, giftur Guðfinnu
Ólafsdóttur, ljósmóður frá Syðra-Velli í Flóa og Þórunn, gift
Kristni Jónassyni, raffræðingi á Eyrarbakka.
Snemma hneigðist hugur Guðjóns til smíða og mátti segja að
Goðasteinn
77