Goðasteinn - 01.09.1973, Page 83

Goðasteinn - 01.09.1973, Page 83
Gmmar Magnússon frá Reynisdal: Þrjú forn hús Um langan aldur voru hús og híbýli í sveitum landsins með taktföstu sniði, húsakostur og húsaskipan með líkum blæ. Her miða ég við þann tíma, er byggt var úr heimafengnu, íslenzku byggingarefni, og þeir, sem nú eru komnir yfir miðjan aldur, muna vel eftir. Síðan farið var að byggja úr aðkeyptu efni og allt fór að breytast, hafa hin gömlu hús horfið af sjónarsviði. Til- vist þeirra lifir nú aðeins í minningunni og not þau, er af þeim voru fyrir fólkið í sveitinni. Það er ætlun mín að lýsa stuttlega þremur fornum húsum, sem algengust voru á bændabýlum í Skaftafellssýslu og þá sérstaklega í Mýrdal, þar sem ég var fæddur og uppalinn og kunnugastur af sjón og raun. Hús þessi, sem ég vil gera að umræðuefni, voru hjallurinn, skemman og smiðjan. Öll voru hús þessi nauðsynleg á hverjum bæ og gagnsöm, þótt nú, fyrir breyttan tíðaranda og breytta lifnaðarhætti, hafi horfið. Hjallurinn: Á mörgum bæjum í Mýrdal voru hjallar, þá er ég var að alast upp. Voru þeir byggðir úr grjóti og torfi að veggj- um, með grjóthclluþaki og tyrfðir. En í báða enda voru þeir að nokkru leyti opnir, víða með rimlagrindum, sem draga mátti til og opna og loka eftir aðstæðum. Var þessi umbúnaður hafður til þess, að blásið gæti gegnum þá og allt, sem í þeim var geymt, væri þurrt og þokkalegt. í hjöllum þessum geymdu bændur mikið af búslóð sinni, það cr undir þak gat komizt, svo sem reipi, klyfbera, aktygi, fjallbönd, Goðasteinn 81

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.