Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 85
á hverjum bæ hér fyrrum. Húsið dró nafn af smiðjunni, sem í
því var og ég mun leitast við að lýsa að nokkru.
Smiðjuaflinn var tíðast hlaðinn úr tilhöggnu grjóti, hlaðnar
undirstöður svo sem um einn meter á lengd og breidd. Væri
smiðjan stigin, þá var rauf í hleðslunni. Um hana lá skaft, sem
náði aftur undir smiðjubelg og fram fyrir afl. Lék það á þolinmóði
um miðju, en að framanverðu var fjöl fest á skaftið og steig
sá, er blés, hana niður, en við enda skaftsins var bundið lóð eða
steinn, sem dró það til baka. Ofan á aflinum var hleðsla að
aftanverðu og til beggja hliða. Hélt hún að eldinum þá, er smiðj-
an var í notkun. Frá aflinum lá svo hólkur aftur í belg. Þar um
streymdi loftið, er blásið var. Hólkur þessi var stundum úr tré
fram í afl, en oftara var um járnrör að ræða.
Belgurinn var búinn til úr tré og skinnum. Var það fyrst kassi,
sem smíðaður var, en í stað loks kom sauðskinnspoki, sem negld-
ur var með listum allt í kring svo ekki gæfi loft með. í miðju
skinnsins var fest ferköntuð spýta og á henni steinn eða lóð. Var
þetta kallað yfirskinn. Að neðanverðu í kassanum var botn og
á honum miðjum blaðka, sem opnaðist og lokaðist á víxl, þá er
stigið var. Undirbelgurinn var trébotn, sem lék á hjörum úr leðri.
Á hann var fest skinn með listum eins og á yfirbelgnum. Þetta
skinn var sniðið svo, að þá er belgurinn var niðri að neðan,
myndaði hann svo sem fjörutíu og fimm gráðu horn við kassann.
Á þessum botni var og blaðka, sem opnaðist og lokaðist á víxl,
er blásið var. Við þetta myndaðist veðrið í smiðjunni og glæddi
logann rauða hjá smiðnum.
Væri smiðjan hinsvegar handknúin, þá var skaftið fest í bandi
í hæfilegri hæð uppi í rjáfri, og í því var snærishanki, sem togað
var í, og verkaði það þá eins og áður var lýst.
Þessi umbúnaður á afli og belg var víðast svipaður og notin
hin sömu, scm sagt að fá góðan eld og glóð til þess að hita járn
það, er úr skyldi smíða. Steðjar og hamrar voru víðast til, þó af
mismunandi gerðum. Sumir bændur áttu litla steðja og ófull-
komna, en aðrir bjuggu betur með áhöld og tæki. í smiðjum
þessum smíðuðu hagir menn allt það, er fyrir kom og með þurfti,
bræddu málma og suðu járn. Þó voru það hestajárnin, skeifurnar,
Goðasteinn
8.3