Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 85

Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 85
á hverjum bæ hér fyrrum. Húsið dró nafn af smiðjunni, sem í því var og ég mun leitast við að lýsa að nokkru. Smiðjuaflinn var tíðast hlaðinn úr tilhöggnu grjóti, hlaðnar undirstöður svo sem um einn meter á lengd og breidd. Væri smiðjan stigin, þá var rauf í hleðslunni. Um hana lá skaft, sem náði aftur undir smiðjubelg og fram fyrir afl. Lék það á þolinmóði um miðju, en að framanverðu var fjöl fest á skaftið og steig sá, er blés, hana niður, en við enda skaftsins var bundið lóð eða steinn, sem dró það til baka. Ofan á aflinum var hleðsla að aftanverðu og til beggja hliða. Hélt hún að eldinum þá, er smiðj- an var í notkun. Frá aflinum lá svo hólkur aftur í belg. Þar um streymdi loftið, er blásið var. Hólkur þessi var stundum úr tré fram í afl, en oftara var um járnrör að ræða. Belgurinn var búinn til úr tré og skinnum. Var það fyrst kassi, sem smíðaður var, en í stað loks kom sauðskinnspoki, sem negld- ur var með listum allt í kring svo ekki gæfi loft með. í miðju skinnsins var fest ferköntuð spýta og á henni steinn eða lóð. Var þetta kallað yfirskinn. Að neðanverðu í kassanum var botn og á honum miðjum blaðka, sem opnaðist og lokaðist á víxl, þá er stigið var. Undirbelgurinn var trébotn, sem lék á hjörum úr leðri. Á hann var fest skinn með listum eins og á yfirbelgnum. Þetta skinn var sniðið svo, að þá er belgurinn var niðri að neðan, myndaði hann svo sem fjörutíu og fimm gráðu horn við kassann. Á þessum botni var og blaðka, sem opnaðist og lokaðist á víxl, er blásið var. Við þetta myndaðist veðrið í smiðjunni og glæddi logann rauða hjá smiðnum. Væri smiðjan hinsvegar handknúin, þá var skaftið fest í bandi í hæfilegri hæð uppi í rjáfri, og í því var snærishanki, sem togað var í, og verkaði það þá eins og áður var lýst. Þessi umbúnaður á afli og belg var víðast svipaður og notin hin sömu, scm sagt að fá góðan eld og glóð til þess að hita járn það, er úr skyldi smíða. Steðjar og hamrar voru víðast til, þó af mismunandi gerðum. Sumir bændur áttu litla steðja og ófull- komna, en aðrir bjuggu betur með áhöld og tæki. í smiðjum þessum smíðuðu hagir menn allt það, er fyrir kom og með þurfti, bræddu málma og suðu járn. Þó voru það hestajárnin, skeifurnar, Goðasteinn 8.3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.