Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 86
sem mest var smíðað af í smiðjunum, en áður fyrri munu sláttu-
Ijáirnir hafa þurft mestrar meðferðar við.
Smíðakol voru lengi vel lítt fáanleg og dýr, en úr ströndum
kom oft góður fengur af þeim, ekki sízt eftir að togarar komu til
sögunnar, cn margir þeirra strönduðu á söndum Vestur-Skafta-
fellssýslu.
Smiðjukofarnir stóðu oftast einir sér, hefir sennilega þótt stafa
eldhætta af smiðjunni. Venjulega voru þetta lítil hús, svo sem
þrjú stafgólf, úr torfi og grjóti í hólf og gólf ef svo má segja,
rekaviður í þaki, klætt grjóthellu og torfi. En þær gerðu þó sitt
gagn gömlu smiðjurnar, og án þeirra hefðu forfeður vorir komizt
stutt í gegnum aldanna baráttu og basl.
Ég hefi hér að framan lýst þremur húsum, sem áttu sinn þátt
í því, að líft var á hverjum bæ um aldir, en nú eru breyttir tím-
ar. Þessi hús, sem hýstu búsmuni bændanna og matarforða, auk
þjónustunnar, scm smiðjueldurinn veitti, eru nú ýmist horfin eða
að hvcrfa, nema svo takist til, að einhver verði varðveitt til
sýnis öldum og óbornum kynslóðum, sem undir öllum kringum-
stæðum verða að þekkja sögu forfeðranna og bjargráð þeirra til
að bera lífið fram til sigurs.
84
Goðasteinn