Goðasteinn - 01.09.1973, Qupperneq 88
talin háttvísi að ljúka ekki því, sem fram var borið, skilja t. d.
eftir hálfan kökupart, kjötbita, sem þú varst búinn að skera af og
annað cftir því. Sáu þá þeir, sem vcittu, að þú varst mettur og
nóg fram borið.
Á skírdag var lesinn húslestur eins og aðra helga daga. Guð-
spjall dagsins heyrði ég fólkið kalla matarguðspjall, og ég held,
að fólk hafi trúað því í einlægni, að úr því mundi fara að fiskast
við sandana. Og hver veit nema það hafi haft rétt fyrir sér?
Alltaf var gefinn fátækrahlutur af fiski, sem kom á land þann
dag, einn fiskur af hverjum hiut. Sagt var, að margur hefði valið
vænsta fiskinn af sínum hlut og þannig viljað sýna þakklæti sitt
við gjafarann allra góðra hluta.
Bos
I barnsvöggu var oft í fyrri daga notað hey, og létu sumir poka
með hlóðaösku undir heyið í miðja vögguna. Ofan á heyið var
ullarstykki vandlega breitt, næst barninu. Þegar það vætti sig,
rann bleytan í gegnum heyið og öskupokinn tók við. Þessi um-
búnaður var nefndur bos. Aldrei sá ég bos í vöggu, en öldruð
kona sagði mér frá þessu, og sagði hún, að börnin hefðu sofið
vært ef vel var að þeim hlúð að öðru leyti. Og svo bætti hún
við og brosti: ,,þó færri væru blúndurnar“. Síðan eru 50 ár.
Barnstönnin
Þegar barnið missir tönn, á að vefja um hana ullarlagði og
hafa yfir þessi orð: „Geymi þig sá, sem gaf, og gefi mér aftur“.
Barnið á að gera þetta sjálft, ef það hefur aldur til. Tönninni á
að stinga í veggjarholu.
Barnagrýlur
Ef þú segir ósatt, færðu svartan blett á tunguna- Ef þú gengur
aftur á bak, gengur þú hana móður þína ofan í jörðina. Ef þú
rífur þorskhaus, máttu ekki eta lygabarðið af kinnfiskinum og
ekki skollablettinn neðan á gómroðinu.
Ekki máttu horfa niður í vatnið í brunninum, þá flýgur brunn-
klukkan upp í þig og niður í maga.
86
Goðasteinn