Úrval - 01.10.1978, Síða 33
5/1 UDl-ARABÍA: STÓR VELDIÁ METTÍMA
31
konungsættina á um að giska 5 þús-
und prinsa og álíka margar prinsess-
ur.
Saudi-arabía er rekin (sem fyrir-
tæki) að vissuleyti til ágóða fyrir A1
Saud-fjölskylduna og ættingja henn-
ar. Fram undir 1960 var ekki greint
milli persónulegra sjóða konungsfjöl-
skyldunnar og ríkissjóðs; árlegar
greiðslur til prinsa og prinsessa eru
um 77 milljarðar á ári.
Þrælahald var ekki aflagt fyrr en
1962, og enn þann dag í dag eru eng-
ir þjóðkjörnir fulltrúar í stjórninni.
Prinsar sitja átta mikilvægustu ráð-
herrastólana, margar ráðuneytis-
stjórastöður og næröll landsstjóraem-
bætti. Þeir ráða líka hernum og leyni-
þjónustunni og skipa mikilvægar
stöður í verslun og iðnaði. Hópur tíu
prinsa, þar sem kóngur er fremstur
meðal jafningja, er æðsta stjórn
landsins.
Saudi-arabía er fæðingarstaður
Múhammeðs og verndari tveggja
helgustu borga Islams, Mekka og
Medina. í krafti þess telur Saudi-
arabía sig sérlega útvalda til þess að
varðveita, vernda og útbreiða
múhammeðstrú í sinni bókstafleg-
ustu mynd. Stjórnarskrá landsins og
réttarkerfi grundvallast á Kóraninum,
og það getur haft heldur óhugnanleg-
ar afleiðingar að komast upp á kant
við lögin. Áfengi, spilavíti, kvik-
myndahús og klámblöð eru bannvara
í Saudi-arabíu. Það eru skörp skil
milli kynjanna, og konur verða að
bera blæjur fyrir andliti og mega ekki
aka bílum. Þjófareru handarhöggnir,
refsingin við ölvun er hýðing, morð-
ingjar og þeir sem drýgja hór eru háls-
höggnir. Á síðasta ári lét elsti bróðir
Khalids konungs taka 19 ára sonar-
dóttur sína af lífi fyrir hjónabands-
brot og elskhugi hennar var háls-
höggvinn.
Þótt Saudi-arabía verði vafalaust
ævinlega mjög múhammeðskt land,
og svo virðist sem lífsmáti Kóransins
sé ósamþýðanlegur iðnaðarsamfélög-
um nútímans, er Saudi-arabía þó að
breytast. Til dæmis er trúarleg and-
staða gegn vesturlensku tímatali, bíl-
um, hljómflutningstækjum, síma,
útvarpi og sjónvarpi að gefa sig, en
aðeins smám saman. Sama gildir um
menntun kvenna. Karlkyns kennarar
mega nú leiðbeina kvenfólki — en
aðeins í gegnum sjónvarpstæki.
Breytingarnar taka oft á sig mót-
sagnakenndar myndir. I Rijad er til
dæmis risinn spítali, sem er einn af
vönduðustu og dýrustu spítölum
heimsins (er með 220 rúmum, og
kostnaðurinn var um 2,6 milljarðar á
rúm). Á sama tíma eru berklar alvar-
legt vandamál meðal þeirra 8 milljón
manna, sem landið byggja.
Stundum hættir mönnum til að
gleyma því, að Saudi-arabía er ekki
raunverulega ríkt land, það hefur
bara ótakmarkaðar tekjur. Aðeins 2 %
kvenna vinna utan heimilis, og
landið skortir tilfinnanlega vinnuafl.
Ef ekki kæmu til 35 þúsund amerík-
ana, 60 þúsund evrópumenn og 300
þúsund aðrir útlendingar — fyrir ut-