Úrval - 01.10.1978, Side 70

Úrval - 01.10.1978, Side 70
68 ÚRVAL sá rithöfundurinn Restif de la Bret- onne uppreisnarfólkið þyrpast fram hjá í fjölmennum flokkum. ,,Það var eins og það væri að segja: í dag er síð- asti dagurinn, sem þeir ríku geta setið og kýlt vömb sína. Á morgun kemur röðin að okkur; á morgun erum það við, sem fáum að sofa á svanadúni. ’ ’ VOPNUM SKIPT I dögun 14. júlí voru parísarbúar enn á götum úti. Loftið var skýjað og það var hvasst, þar að auki var hitinn lágur miðað við árstíma, aðeins 22 gráður á Celcius. Víman vegna auð- unnina sigri daginn áður hafði nú vikið fyrir áhyggjum. Það var sagt, að herdeildir hollar kónginum væru á leið til Parísar. Konunglega þýska herdeildin átti að hafa tekið sér stöðu við Barriére-du-Throne, að því er sagt var og 15 þúsund hermenn á leið til Rue Saint-Antoine — en ekkert af þessu var satt. Tbiébault barón fór að heiman frá sér um morguninn. Hann sagði síðarí endurminningum sínum, að hann hafi mætt 500 manna hópi, sem fylgdi. skeggjuðum trommuslagara. ,,Við erum á leið til Invalides til að leggja kanónurnar undir okkur,” sagði vinur hans í hópnum, og Thié- bault barón slóst í förina. Þegar hópurinn kom til Esplanade de Invalides, höfðu átta til tíu þús- und manns þegar hnappast saman við síkin. Þetta fólk heimtaði vopn, svo það gæti varið sig gegn árásum frá herdeildum konungsins, sem það átti von á þá og þegar. í Invalides voru 32 þúsund múskettur (handbyssur). Virkisstjórinn, Sombreuil, hafði gefið mönnum sínum fyrirskipun um að gera vopnin óvirk með því að hirða úr þeim skotpinnana. En menn hans voru á bandi fólksins með sjálfum sér, og ,,tókst” aðeins að gera 20 byssur óvirkar á sex tímum! Sombreuil opnaði virkið til þess að tilkynna, að hann biði skipana frá Versölum. Fólksfjöldinn greip þegarí stað tækifærið, hagnýtti sér þessa óvæntu opnun virkisins og streymdi inn. Varðmennirnir voru um kyrrt á sínum stöðum, en höfðust ekki að. Um 30 þúsund múskettur voru gripnar og dreift meðal þeirra, sem við þeim vildu taka. Tveir starfsmenn breska sendiráðsins, sem voru þarna á ferð í eigin erindagjörðum, stóðu allt í einu uppi með tvær byssur, sem þeir höfðu aldrei óskað eftir. En þótt parísarbúarnir hefðu nú aflað sér skotvopna, var fátt að finna af púðri og kúlum í Invalides, og þar sem skotfærin voru geymd í Bastill- unni, kom af sjálfu sér, að fjöldinn streymdi í áttina til gamla virkisins. Hundruð parísarbúa, vopnuð lens- um, heykrókum, meira að segja steik- arspjótum, hnöppuðust um Bastill- una. Þótt kanónur de Launays væru ekki ætlaðar til hernaðar á stuttu færi, voru menn hans, sem fengið höfðu liðsauka 32 svissvarðliða, nægilega vel búnir til þess að geta breytt uppþot- inu í vígvöll.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.