Úrval - 01.10.1978, Síða 84
82
taka. I það minnsta er margt sem
bendir til að síld hafi áður veiðst í
Hvalfirði og verið þaðan flutt til svcit-
anna, til þess bendir nafnið á síldar-
götunum í tíotnsdal, svo eitthvað sé
nefnt, aldrei er að vita nema slíkt eigi
eftir að endurtakast.
Og þá ættum við að muna stríðsár-
in. Þá var Hvalfjörður flotastöð hers-
ins og talin ein með þeim beztu í
heimi. Fjöldinn af skipunum þá var
mikill og umferð út og inn alla daga.
Innan við Grundartanga var girt yfir
fjörðinn með kafbátaneti og skip
alltaf haft í hliði á þeirri girðingu; frá
því var umferðinni þar í gegn stjórn-
að.
Margir íslenskir bátar og skip höfðu
vinnu hjá hernum við að ferja á milli
skipa og lands í Hvalfirði. Þaðan
lögðu mörg skip upp í sína síðustu
siglingu, oft komust örfá skip af úr
stórum flota. Þannig hurfu mörg sem
voru okkur orðin hugstæð og sem
kunningjar, þannig gengur það til í
stríði.
Mikil var mengunin og óþverrinn
sem frá herskipunum rak á land,
spýtnabrak og drasl huldi allar fjörur
og olíuflekkur yfír allt. Þá lét margur
fuglinn lífið. Það hefur verið erfiður
dauðdagi að deyja í olíueðljunni, sem
allar fjörur voru svartar af, það var
ömurleg sjón. Það mátti segja að
fuglalífið dæi út á þessum árum í
firðinum, sem betur fer er það búið
að ná sér mikið, þrátt fyrir mink og
vargfugl, en þeir gera mikinn usla,
það kemur glöggt fram á æðarvarp-
ÚRVAL
inu. Það var töluvert æðarvarp víða en
má heita útdautt víða nú.
Það hefur margt stórt gerst í Hval-
firði, en stærsti afli sem þar hefur
borist að landi er allur hvalurinn, sem
borist hefur að bryggju á Litla-Sandi.
Þetta mun vera 31. vertíðin ekki veit
ég hvað margir hvalir hafa borist á
land á þessum árum, ég gæti trúað
ekki langt frá 12 þúsundum, það er
ágiskun. En ef þeir væru nú til sýnis í
einni hrúgu, væri það stór kös og
verðmætið er mikið, reyndar margir
góðs af notið.
Og enn er Hvalfjörður í sviðsljós-
inu, því þar rís af grunni stórhýsi á
Grundartanga, málmblendiverk-
smiðja, sem allir landsmenn kannast
við. Ekki þar með sagt að allir séu jafn
heillaðir af þeim framkvæmdum,
látum það liggja á milli hluta. En eitt
hygg ég að við öll séum sammála um,
það er að standa vel á verðinum gagn-
vart allri mengun, gegn öllu því sem
getur spillt lífríki Hvalfjarðar. Lífríki
þessa kæra fjarðar má ekki spilla oft-
ar, hvorki vegna ofurkapps í fleiri
krónur, né kæruleysis og hugsunar-
leysis. Okkur ber að virða og varðveita
fagra náttúru okkar kæra lands, hún
veitir unað og hamingju, sem ekki
fæst keypt fyrir peninga. Þó peningar
séu okkur nauðsynlegir til að lifa
mannsæmandi lífi, eru aðrir hlutir
okkur jafnvel enn nauðsynlegri, þeir
hlutir sem veita okkur lífshamingj-
una. Lífíð er fábrotið og lítils virði án
hennar.