Úrval - 01.10.1978, Qupperneq 84

Úrval - 01.10.1978, Qupperneq 84
82 taka. I það minnsta er margt sem bendir til að síld hafi áður veiðst í Hvalfirði og verið þaðan flutt til svcit- anna, til þess bendir nafnið á síldar- götunum í tíotnsdal, svo eitthvað sé nefnt, aldrei er að vita nema slíkt eigi eftir að endurtakast. Og þá ættum við að muna stríðsár- in. Þá var Hvalfjörður flotastöð hers- ins og talin ein með þeim beztu í heimi. Fjöldinn af skipunum þá var mikill og umferð út og inn alla daga. Innan við Grundartanga var girt yfir fjörðinn með kafbátaneti og skip alltaf haft í hliði á þeirri girðingu; frá því var umferðinni þar í gegn stjórn- að. Margir íslenskir bátar og skip höfðu vinnu hjá hernum við að ferja á milli skipa og lands í Hvalfirði. Þaðan lögðu mörg skip upp í sína síðustu siglingu, oft komust örfá skip af úr stórum flota. Þannig hurfu mörg sem voru okkur orðin hugstæð og sem kunningjar, þannig gengur það til í stríði. Mikil var mengunin og óþverrinn sem frá herskipunum rak á land, spýtnabrak og drasl huldi allar fjörur og olíuflekkur yfír allt. Þá lét margur fuglinn lífið. Það hefur verið erfiður dauðdagi að deyja í olíueðljunni, sem allar fjörur voru svartar af, það var ömurleg sjón. Það mátti segja að fuglalífið dæi út á þessum árum í firðinum, sem betur fer er það búið að ná sér mikið, þrátt fyrir mink og vargfugl, en þeir gera mikinn usla, það kemur glöggt fram á æðarvarp- ÚRVAL inu. Það var töluvert æðarvarp víða en má heita útdautt víða nú. Það hefur margt stórt gerst í Hval- firði, en stærsti afli sem þar hefur borist að landi er allur hvalurinn, sem borist hefur að bryggju á Litla-Sandi. Þetta mun vera 31. vertíðin ekki veit ég hvað margir hvalir hafa borist á land á þessum árum, ég gæti trúað ekki langt frá 12 þúsundum, það er ágiskun. En ef þeir væru nú til sýnis í einni hrúgu, væri það stór kös og verðmætið er mikið, reyndar margir góðs af notið. Og enn er Hvalfjörður í sviðsljós- inu, því þar rís af grunni stórhýsi á Grundartanga, málmblendiverk- smiðja, sem allir landsmenn kannast við. Ekki þar með sagt að allir séu jafn heillaðir af þeim framkvæmdum, látum það liggja á milli hluta. En eitt hygg ég að við öll séum sammála um, það er að standa vel á verðinum gagn- vart allri mengun, gegn öllu því sem getur spillt lífríki Hvalfjarðar. Lífríki þessa kæra fjarðar má ekki spilla oft- ar, hvorki vegna ofurkapps í fleiri krónur, né kæruleysis og hugsunar- leysis. Okkur ber að virða og varðveita fagra náttúru okkar kæra lands, hún veitir unað og hamingju, sem ekki fæst keypt fyrir peninga. Þó peningar séu okkur nauðsynlegir til að lifa mannsæmandi lífi, eru aðrir hlutir okkur jafnvel enn nauðsynlegri, þeir hlutir sem veita okkur lífshamingj- una. Lífíð er fábrotið og lítils virði án hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.