Úrval - 01.10.1978, Síða 87

Úrval - 01.10.1978, Síða 87
ÞESS VEGNA MISSA SUMIR 85 hjónabandsráðgjafar heyra æ oftar um þennan vanda. Dvínandi kynlöngun manns þýðir alvarlegt misræmi milli hvata hans og konu hans. Stundum þýðir það, að svo breitt bil er milli þeirra í mörgum öðrum málum, að kynmök verða marklaus. Ailt samband hjónanna hefur orðið að engu. En hvað um þá menn, sem forðast kynmök í hjónabandi, sem að öðru leyti er hamingjusamt? Van Billings, stærðfræðikennari í menntaskóla, kennir um lífsvenjum sínum, meðan hann var að ijúka námi. ,,Ég vann svo eindregið að meistaragráðunni, að ég forsómaði allt annað,” sagði hann. „Venjulega las ég til þrjú á nóttunni, og skreið þá upp í til sofandi konu minnar. ’ ’ Van og Nancy, kona hans, gerðu sér loks grein fyrir þvi hvernig komið var fyrir þeim, þegar þau dvöldu um helgi á baðströnd ásamt nýgiftum hjónum, kunningjum sínum. ,,Um kvöldið (Iaugardagskvöidið) hurfu þau til herbergis síns strax eftir kvöld- matinn, meira að segja áður en við höfðum pantað kaffið,” segir Nancy. ,,Við sátum eftir og störðum hvort á annað.” ,,Ég hafði lengi vitað, að eitthvað var að,” segir Van. ,,En ég vissi líka, að við höfðum engin orð á takteinum til að tala um þetta. Hefði ég verið grikkinn Zorba, hefði ég gripið hana í fangið og borið hana upp í herbergið okkar þetta skelfiiega kvöid. En ég er ekki grikkinn Zorba. Hjálparleysi Vans sýnir líka, hvernig karlar verða leiksoppur vænt- inga samfélagsins. „Margir karlmenn telja, að það að vera karlmannlegur þýði að vera þróttmiklir, ágengir, fús- ir og færir til að hafa samfarir hvernig sem allt annað veltist og snýst fyrir þeim,” segir Howard A. Hoffman, yfirlæknir Psychiatric Institute of Washington, D.C. ,,Með þessari trú axla þeir ónauðsynlega byrði.” Vandi Vans hófst með námsþrýst- ingi, og jókst af sektarvitund hans af því að hann vanrækti Nancy. Þegar hann loks fékk meistaragráðuna, var hann orðinn smeykur um sig, og þótti lítið til um karlmennsku sína. Kannski var vissara að reyna ekki of oft, ef illa tækist til. Stundum forðast menn ástarmök vegna vanlíðunar, sem þeir geta ekki viðurkennt. Sharon Carter er til dæmis mjög vel meðvitandi um það, hvaða áhrif starf hennar hefur haft á eiginmanninn, Ralph. ,,Það hefur gjörsamlega eyðiiagt kynlíf okkar,” segir hún, ,,þótt Ralph myndi fyrr fyrirfara sér heldur en viðurkenna það.” Sharon er komin langt áleiðis upp metorðastigann í stórum banka. Hún er, eins og svo margar útivinnandi eiginkonur, mjög sjálfstæð. Þess vegna hefur hún, í viðkvæmum valdaátökum hjónabandsins, tekið talsvert af stjórninni í sínar hendur. ,,í bankanum hef ég lært að hafa for- göngu um hlutina,” segir hún. ,,Hvers vegna get ég þá ekki sagt það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.