Úrval - 01.10.1978, Síða 119
KARENANN QUINLAN
117
Vörnin tók tiltölulega skamman
tíma. Fjórir læknar, allt taugasér-
fræðingar, vitnuðu. Hver og einn
staðfesti, á sinn hátt, þá skoðun, að
Karen hlyti að verða fullkomlega
ósjálfbjarga um alla framtíð, en hún
væri ekki „heiladauð.” Það var
uppistaðan í vörninni, og það var
þungamiðjan í varnarræðunni sem
flutt var 27. október. Karen var
lagalega og læknisfræðilega á lífi, og
þess vegna taldi vörnin að það væri
manndráp að taka af henni öndunar-
vélina. Muir dómari hét niðurstöðu í
málinu innan 10 til 14 daga.
Meðan á biðinni stóð hét Julia
sjálfri sér því, að reyna að koma á
aftur einhvers konar eðlilegu fjöl-
skyldulífi heima fyrir, en óaflátan-
legaur þrýstingur fréttamanna gerði
það erfitt. Blöð og tímarit, sem
neitað var um ljósmyndir, bættu
iðulegaúrþví með teikningum.
Flestir teiknaranna teiknuðu
fallegar myndir, af því að
almenningur vildi fá að hugsa sér
Karen Ann sem eins konar
„Þyrnirósu.” Hún var ævinlega
teiknuð með sítt hár. Teiknararnir
vissu ekki, að hár hennar var mjög
stuttklippt. Þeir gerðu andlit
hennar magurt og tekið. Þeir vissu
ekki, að það var fyllra og
feitlagnara en það hafði nokkurn
tíma verið meðan hún var heil-
brigð.
Karenar hafði verið gætt, meira
að segja fyrir réttarhöldin. Enginn
fékk að fara til hennar án okkar
leyfis. Einu sinni, þegar við
komum í heimsókn, sagði vörður-
inn okkur að hann hefði rétt áður
losað sig við tvo presta, sem hefðu
sagst vera vinir föður Tom. Guði
sé lof. I ljós kom, að þessir tveir
menn voru fréttamaður og ljós-
myndari.
I annað skipti hringdi til okkar
maður, sem sagðist vera fulltrúi
fréttaljósmyndastofnunar, sem
hefur starfsemi um allan heim.
Hann sagði: ,,Frú Quinlan, ég hef
heimild til að bjóða ykkur
hundrað þúsund dollara fyrir
mynd af dóttur ykkar. ’ ’
Smástund var ég orðlaus. Þegar
ég fékk málið aftur, sagði ég eins
rólega og ég gat. ,,Mér þykir það
leitt, en Karen myndi ekki vilja
láta nokkurn óviðkomandi sjá sig
eins og hún er.”
Maðurinn var ekki af baki
dottinn. Hann sagði: „Raunareru
hundrað þúsund dollarar aðeins
fyrsta boð. Við erum reiðubúnir
til að fara hærra.”
Ég skellti á.
Margir vina þeirra Quinlans höfðu
safnað úrklippum um Karen Ann úr
blöðum og tímaritum og gefið þeim.
Loks ákvað Joe að líma þær upp í bók.
Raunin varð sú, að honum þótti gott
að hafa eitthvað að sýsla við á
kvöldin.