Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 119

Úrval - 01.10.1978, Blaðsíða 119
KARENANN QUINLAN 117 Vörnin tók tiltölulega skamman tíma. Fjórir læknar, allt taugasér- fræðingar, vitnuðu. Hver og einn staðfesti, á sinn hátt, þá skoðun, að Karen hlyti að verða fullkomlega ósjálfbjarga um alla framtíð, en hún væri ekki „heiladauð.” Það var uppistaðan í vörninni, og það var þungamiðjan í varnarræðunni sem flutt var 27. október. Karen var lagalega og læknisfræðilega á lífi, og þess vegna taldi vörnin að það væri manndráp að taka af henni öndunar- vélina. Muir dómari hét niðurstöðu í málinu innan 10 til 14 daga. Meðan á biðinni stóð hét Julia sjálfri sér því, að reyna að koma á aftur einhvers konar eðlilegu fjöl- skyldulífi heima fyrir, en óaflátan- legaur þrýstingur fréttamanna gerði það erfitt. Blöð og tímarit, sem neitað var um ljósmyndir, bættu iðulegaúrþví með teikningum. Flestir teiknaranna teiknuðu fallegar myndir, af því að almenningur vildi fá að hugsa sér Karen Ann sem eins konar „Þyrnirósu.” Hún var ævinlega teiknuð með sítt hár. Teiknararnir vissu ekki, að hár hennar var mjög stuttklippt. Þeir gerðu andlit hennar magurt og tekið. Þeir vissu ekki, að það var fyllra og feitlagnara en það hafði nokkurn tíma verið meðan hún var heil- brigð. Karenar hafði verið gætt, meira að segja fyrir réttarhöldin. Enginn fékk að fara til hennar án okkar leyfis. Einu sinni, þegar við komum í heimsókn, sagði vörður- inn okkur að hann hefði rétt áður losað sig við tvo presta, sem hefðu sagst vera vinir föður Tom. Guði sé lof. I ljós kom, að þessir tveir menn voru fréttamaður og ljós- myndari. I annað skipti hringdi til okkar maður, sem sagðist vera fulltrúi fréttaljósmyndastofnunar, sem hefur starfsemi um allan heim. Hann sagði: ,,Frú Quinlan, ég hef heimild til að bjóða ykkur hundrað þúsund dollara fyrir mynd af dóttur ykkar. ’ ’ Smástund var ég orðlaus. Þegar ég fékk málið aftur, sagði ég eins rólega og ég gat. ,,Mér þykir það leitt, en Karen myndi ekki vilja láta nokkurn óviðkomandi sjá sig eins og hún er.” Maðurinn var ekki af baki dottinn. Hann sagði: „Raunareru hundrað þúsund dollarar aðeins fyrsta boð. Við erum reiðubúnir til að fara hærra.” Ég skellti á. Margir vina þeirra Quinlans höfðu safnað úrklippum um Karen Ann úr blöðum og tímaritum og gefið þeim. Loks ákvað Joe að líma þær upp í bók. Raunin varð sú, að honum þótti gott að hafa eitthvað að sýsla við á kvöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.