Úrval - 01.10.1978, Page 127

Úrval - 01.10.1978, Page 127
KARENANN QUINLAN 125 sæi að þetta kvöld væri frábrugðið öðrum. Julia sagði, mjög lágt: „Það er kannski baraímyndun, en mér fínnst eindregið, að fylgst sé með okkur.” Þegar við gengum yfír hring- torgið í áttina að spítaladyr- unum, varð hreyfíng í sendiferða- bíl, sem stóð þar hjá, og leifturljós blossaði. Svo þeir voru þarna, og vissu kannski að tíðinda væri að vænta. En þeir létu ekki sjá sig. Við vorum fáeinar mínútur ein hjá Karen. Þegar við vorum að fara, komu tveir sjúkraliðar með börur, svo við vissum að faðir Quinlan hlaut að vera kominn og allt samkvæmt áætlun. Föður Quinlan hafði verið sagt að hafa sjúkrabílinn tilbúinn við ákveðnar dyr spítalans, sem sjaldan voru notaðar, klukkan konér fyrir níu. Klukkan 8.45 ókum við bugðóttan stíginn að dyrunum. Við lögðum bílnum og ég þreif börur og fíýtti mér inn. Þar tóku sjúkraliðar á móti mér, ásamt varðmanni og hjúkrunarkonu. Ég fór inn í stofuna og lagði Karen varlega á börurnar. Það var ofur einfalt. Hún var hljóð og svo létt, að þetta var líkast því að lyfta barni. Spítalinn hafði allt til reiðu, og við lyftur og dyr voru vopnaðir verðir. Ég vissi varla fyrr til en að börurnar voru komnar út í bíl. Þetta var stutt og greið leið, og við fórum mjög hratt. John Fox, lögreglustjóri í Morris County, sem hafði skipulagt þetta allt, ók á undan okkur og anftar lögreglubíll fast á eftir. Allt f einu heyrði ég regnið dynja á bílrúðunum og líkaði það vel. Regn er ekki gott á mynda- vélalinsur. Svo skall á okkur ljós, svo sterkt að það sá í gegnum tjöldin í sjúkrabílnum. I næstu andrá heyrði ég að rjálað var við hurðina á sjúkrabílnum og einhver kallaði: ,,Eruð þið tilbúin?” Þá vissi ég, að við vorum komin heilu og höldnu. Fréttamenn og ljósmyndarar höfðu safnast saman við hjúkrunarheimilið og beindu skörpum ljósum að sjúkra- bílnum, er hann þeysti upp að sjúkra- húsinu, nam staðar og bakkaði upp að þykkum glerdyrunum. En blossinn, sem brotist hafði inn í sjúkrabílinn, var elding af himnum send og henni fylgdi nú hellidemba, eins og hvolft væri úr fötu. Frétta- liðið þusti að til að ná hinni lang- þráðu mynd, en blindaðist um stund af ofurskærri eldingunni og kaffærðist svo í dembunni. Dyr stofnunarinnar opnuðust um leið og börunum var lyft niður úr sjúkrabílnum. Karen, sem ekki var annað en ofurlítil þúst undir hvítu laki, var sveiflað inn um dyrnar og inn í lyftu, sem beið opin. Paul vatt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.