Læknaneminn - 01.04.2020, Side 8

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 8
8 Á vö rp o g an ná la r 8 Starfsárið 2019-2020 hefur verið viðburðaríkt hjá Alþjóða nefnd. Sumarið 2019 héldu 17 íslenskir nemar út í skiptinám til ólíkra áfangastaða. Má þar nefna Portúgal, Tansaníu, Perú Kanada, og Jórdaníu. Alþjóða nefnd tók síðan á móti 23 nemum í júlí og ágúst. Komu þeir meðal annars frá Jórdaníu, Rússlandi, Ítalíu og Brasilíu. Var þeim skipt niður á hinar ýmsu deildir spítalans og því ekki ólíklegt að íslenskir læknanemar starfandi á spítalanum í sumar hafi rekist á einhver þeirra. Sumarið var svo sannarlega stútfullt af skemmtilegum viðburðum með skiptinemunum og frábærum íslenskum tengiliðum. Má þar nefna vel heppnaðar helgar- og dagsferðir ásamt frábæru Alþjóðakvöldi. Meðlimir Alþjóðanefndar hafa verið dug- legir að sækja alþjóðlegar ráðstefnur á árinu ásamt öðrum samstarfsfélögum. Sam- norræna læknanema ráðstefnan FINO var haldin í Reykjavík í nóvember 2019 og átti Alþjóðanefnd þrjá fulltrúa. Um var að ræða vel heppnaða ráðstefnu og á íslenska skipulagsnefndin mikið hrós skilið. Í mars fór síðan fram hinn árlegi marsfundur. Þetta ár var ráðstefnan í Rwanda og sendi Alþjóðanefnd tvo fulltrúa. Þessar ráðstefnur eru stór og mikilvægur liður í starfsemi Alþjóðanefndar. Einnig er ánægjulegt hvað áhugi íslenskra læknanema á alþjóðlegu samstarfi hefur aukist upp á síðkastið og hvað mörg samstarfsfélög ásamt læknanemum utan félaga taka þátt. Helstu áskoranir starfsársins tengdust COVID-19 heimsfaraldrinum en við þurftum meðal annars að fresta hinu árlega bingói Alþjóða nefndar. Einnig þurftum við að gera sérstakar ráðstafanir í tengslum við komandi sumar skipti. Við fengum góðan stuðning menntadeildar Landspítala í þessum málum. Þetta starfsár hefur farið í innviðauppbyggingu með von um að gera störf nefndarinnar aðgengilegri. Við höfum unnið að nýrri heima síðu sem við vonum að geti aðstoðað lækna nema í skiptináms hugleiðingum. Einnig stofnuðum við Instagram síðu þar sem birtar verða reynslusögur íslenskra læknanema. Síðast en ekki síst þá tók nefndin í notkun nýtt lógó og viljum við þakka Elínu Eddu kærlega fyrir hjálpina með það. Að lokum vil ég þakka félögum mínum í Alþjóðanefnd kærlega fyrir gott og afkastamikið starfsár. Miklir dugnaðarforkar öll sem eitt. Spennandi verður að sjá hvað næsta starfsár mun hafa upp á að bjóða. Alþjóðanefnd Guðrún Karlsdóttir Formaður Alþjóðanefndar 2019-2020 Skólaárið 2019-2020 hefur að venju verið viðburðaríkt hjá kennslu- og fræðslu- málanefnd (KF). Við höfum áfram setið fundi kennsluráðs og til við- bótar fundi í starfshópum kenn ara sem vinna að endurskipulagningu náms í læknis fræði. Endur skipulagningin er mikil vægur liður í framþróun náms í læknis fræði, ekki síst nú þar sem aukning varð á fjölda nemenda í lækna- deild nú í haust þegar 60 nýnemar hófu nám. KF situr einnig fundi deildarráðs auk deildar- funda ásamt fulltrúum úr Félagi lækna nema (FL) en við höfum átt ánægjulegt samstarf við þau. Samspil milli árganga er í hávegum haft hjá KF en stærsta verkefni sem þar má nefna er mentoraverkefnið. 5. árs nemar gegna hlutverki mentora og gera sitt besta til að leiðbeina 1. árs nemum við sín fyrstu skref innan læknadeildar. Mentoraverkefnið hófst þegar núverandi 6. árs nemar voru á 1. ári og því hafi allir árgangar sem sitja í Læknadeild í dag notið góðs af verkefninu. Fyrir hönd míns árgangs hefur verið mjög gleðilegt að bera verkefnið áfram sem við nutum sjálf góðs af á okkar 1. ári.  KF skipulagði aftur kennslu í líkamsskoðun þar sem 4. árs nemar kenna 2. árs nemum réttu handtökin fyrir verklegt stöðvapróf. Einnig fengu 2. árs nemar kennslu í lífeðlisfræði og lífefna- og sameindalíffræði frá 5. árs nemum þar sem reynt er að setja efnið í klínískt samhengi til að krydda prófalærdóminn.  Kúrsakynningarnar hafa verið á sínum stað þar sem nemendur fara í árgangana sem koma á eftir þeim og kynna námskeiðin framundan og veita góð ráð.  Næstu vikur hefðu átt að vera viðburðaríkar hjá KF en heimsfaraldur hefur sett strik í reikninginn. Samkomubann kemur í veg fyrir sérnámskynninguna og hjartahlustunarvísó í mars en þeir viðburðir bíða spenntir eftir að losna úr sóttkvínni og taka á móti læknanemum þegar tíminn kemur. Holsjárkeppnin hefur einnig farið fram helgina fyrir árshátíð FL, áfram er stefnt að því þegar ný dagsetning verður ljós.    Í lok skólaárs hefur KF haldið kynningu á BS-tímabilinu fyrir 2. árs nema og á USMLE prófunum fyrir klíníska nema. Stefnt er að því að þær kynningar verði haldnar en með öðru móti en áður.   Það hefur verið sannur heiður að fara með formennsku þessa frábæra hóps sem skipar KF í ár og fyrir hönd nefndarinnar vil ég þakka kærlega fyrir skólaárið sem er að líða! Kennslu­ og fræðslumálanefnd Lilja Dögg Gísladóttir Formaður kennslu- og fræðslumálanefndar 2019-2020
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.