Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 23

Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 23
R it rý n t e fn i R itr ýn t e fn i 2 3 sjá má nánari niðurstöður í töflu I. Jafnframt reyndist hann vera með fitulifur á ómun af lifur, gallblöðru og brisi. Strax vaknaði grunur um Wernicke heilakvilla þar sem sjúklingur var með öll höfuðeinkenni hans, það er að segja rugl, augntin og óstöðugt, gleiðspora göngulag (ataxia). Meðferð með þíamín var hafin og gefin voru 500 mg í æð þrisvar á dag í þrjá daga. Ekki var talið að önnur lyflæknisfræðileg vandamál skýrðu einkenni sjúklings. Fékk hann einnig magnesíum uppbót í æð og var settur á fráhvarfsmeðferð með Risolid (klórdíazepoxíð) vegna gruns um áfengisfráhvörf. Gangur í legu Eftir þriggja daga meðferð með þíamíni var skammturinn lækkaður í 250 mg einu sinni á dag. Fengin var segulómun af höfði til nánari uppvinnslu vegna rugls. Sýndi segulómunin mikla vefjarýrnun og hvítaefnisbreytingar. Áfram bar á óáttun og minnisskerðingu í legunni, en sjúklingurinn mundi ekki upplýsingar milli daga og stundum ekki eftir samræðunum sjálfum. Hann talaði inn á milli á öðrum tungumálum en íslensku. Einnig bar á ranghugmyndum. Vaknaði þá grunur um að sjúklingurinn væri með undirliggjandi taugahrörnunarsjúkdóm og var því ráðlagt að fá aðstoð tauga- eða öldrunarlækna. Í legunni var sjúklingurinn með breytilega meðvitund og slappleika sem þótti á þessum tímapunkti geta skýrst af samspili undirliggjandi veikinda svo sem krónískri brisbólgu, áfengislifrarbólgu, bráðum nýrnaskaða, lungnabólgu og þvagsýrugigt. Það fór að bera á aukinni meðvitundarskerðingu á níunda degi frá innlögn en á 17. degi legunnar greindist hann með blóðþurrðarslag í miðri brú (central pons) sem ekki sást á fyrri segulómun. Eftir það fór meðvitundarstigið batnandi en áttun var áfram sveiflukennd. Rúmlega einum og hálfum mánuði eftir innlögn var hann áfram nokkuð óáttaður og með ofskynjanir og ranghugmyndir. Framhald Sjúklingnum hafði farið fram líkamlega í legunni, en andlega voru ekki miklar framfarir. Alla leguna var maðurinn óáttaður og með mjög skert minni og mundi ekki lengra en nokkrar mínútur aftur í tímann. Fengið var álit ýmissa lækna, þar með talið öldrunarlækna, taugalækna og endurhæfingarlækna og óáttunin talin samrýmast best Wernicke- Korsakoff heilkenni. Ákveðið var að veita honum háskammta meðferð með þíamíni (500 mg x 2 um munn) í fjóra mánuði. Ekki voru taldar miklar líkur á bata til langs tíma. Því var fyrirhugað að útskrifa sjúklinginn í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili eftir rúmlega tveggja og hálfs mánaðar legu. Ekki tókst að flytja sjúklinginn í hvíldar- innlögn á hjúkrunarheimili vegna óróleika. Var hann þá þess í stað lagður inn á öldrunar- lækningadeild á Landakoti frá bráða- lyflækninga deild. Lá hann þar inni í tæplega tíu mánuði. Skamm tíma minnisleysi var þá enn mjög áberandi, sem og óáttun og innsæis leysi, í fyrri hluta legunnar. Andlegt ástand varð jafnt og þétt stöðugra í seinni hluta legunnar. Þrátt fyrir að hafa fengið meðferð með þíamíni og ekki drukkið áfengi frá innlögn var vitræn geta áfram mikið skert. Því var ljóst að heilaskaðinn sem hann hlaut á grunni Wernicke heilakvilla væri varan- legur og að hann gæti ekki búið sjálfstætt. Eftir útskrift af Landakoti flutti hann yfir á hjúkrunarheimili. Fræðileg umræða Wernicke heilakvilli (Wernicke‘s encephalo- pathy) er brátt og alvarlegt ástand sem getur verið afleiðing langvarandi áfengisneyslu og getur leitt til dauða. Sjúkdómurinn hlýst af skorti á B1-vítamíni (þíamíni) í heilafrumum og leiðir það til minnkaðra orkubirgða í frum- unum, staðbundinnar sýringar, og að lokum frumudauða.1,2 Heilakvillinn einkennist fyrst og fremst af ruglástandi, truflun á augn- hreyfingum (svo sem augntin) og stöðu- og göngulags truflunum.3 Sjúkdómurinn er að öllum líkindum enn vangreindur, þótt mikil vitundar vakning hafi átt sér stað á undan- förnum árum. Töf á réttri meðferð getur leitt til Korsakoff heilkennis (Wernicke-Korsakoff heilkenni) sem einkennist af framvirkri og afturvirkri minnistruflun. Orsök Þíamín er nauðsynlegt vatnsleysanlegt víta- mín sem er mikilvægt fyrir efnaskipti glúkósa. Heildarbirgðir líkamans eru 25-30 mg og eru 80% þeirra á virku formi (þíamíntvífosfat).4,5 Alvarlegur skortur getur orðið á um þremur vikum ef neyslu þíamíns er hætt.6,7 Í áfengissýki getur þíamín skortur hlotist af ónógri inntöku, uppköstum og niðurgangi, skertu frásogi þíamíns og skertri umbreytingu þíamíns yfir í virkt form.3 Hjá áfengissjúkum verður jafnframt minni aukning á þíamíntvífosfati við gjöf þíamíns og þ.a.l. þurfa þeir stærri skammta en ella og jafnframt gjöf með öðrum hætti en um munn í bráðafasa.7,8 Lifrin er meðal geymslustaða þíamíns í líkamanum Tafla I. Blóðprufur við komu á BMT. Niðurstöður utan viðmiðunargilda eru rauðmerktar. Rannsókn Eining Mælt gildi Viðmiðunar­ gildi Hemoglobin g/L 118 134-171 MCV fL 98 80-97 Blóðflögur x109/L 100 150-400 PT sek 15,9 12,5-15,0 APTT sek 29,1 29,0-44,0 INR v/ lifrarbilunar 1,1 0,80-1,20 Natríum mmól/L 130 137-145 Kalíum mmól/L 3,1 3,5-4,8 Kalsíum mmól/L 1,94 2,15-2,60 Magnesíum mmól/L 0,39 0,71-0,94 Kreatínín µmól/L 204 60-100 CRP mg/L 32 <10 Glúkósi mmól/L 6,1 4,0-6,0 (fastandi) Gamma GT U/L 1645 <115 ASAT U/L 138 <45 ALAT U/L 120 <70 LD U/L 1325 105-205 Albúmín g/L 27 36-45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.