Læknaneminn - 01.04.2020, Page 25

Læknaneminn - 01.04.2020, Page 25
R it rý n t e fn i R itr ýn t e fn i 2 5 mismunagreiningar. Bið eftir myndgreiningu ætti ekki að tefja meðferð og mikilvægt er að hafa í huga að eðlileg segulómun útilokar ekki Wernicke heilakvilla. Jafnframt er mikilvægt að fá blóðprufur í bráða fasanum til að athuga blóðhag, rafvaka- jafnvægi og lifrarpróf. Meðferð Hefja skal tafarlaust meðferð með háskammta þíamíni (500 mg x 3 í tvo til þrjá daga í bláæð eða vöðva) við minnsta grun um Wernicke heilakvilla. Ekki skal bíða staðfestingar á greiningu áður en meðferð er hafin, enda er hún bæði ódýr og hefur afar sjaldan alvarlegar aukaverkanir í för með sér.14,33 Aldrei ætti að gefa þíamín um munn við grun um Wernicke heilakvilla, þar sem frásog þíamíns úr meltingarvegi er óáreiðanlegt hjá áfengissjúkum.34 Skynsamlegt er að gefa áfengissjúkum einstaklingum í áhættuhópi þíamínhýdróklóríð í fyrirbyggjandi skyni við innlögn á sjúkrahús.3,14,34,35  Það er þá gefið í vöðva eða æð í lægri skömmtum (100 mg x 1-2 á dag). Að öðrum kosti ætti að ráðleggja sjúklingum með virka áfengissýki að taka daglega vítamíntöflur (t.d. sterkar B-kombíntöflur).3 Varast skal að gefa áhættusjúklingum lang- varandi meðferð með glúkósa í æð án þess að þíamín sé sömuleiðis gefið, þar sem þíamín þörf líkamans eykst við gjöf glúkósa.36 Einnig er ávallt mælt með að leiðrétta magnesíum- skort sam hliða með gjöf magnesíumsúlfats í æð. Horfur Ef meðferð er hafin fljótt eftir að einkennin koma fram eru ágætar líkur á fullum bata eða eingöngu vægri vitrænni skerðingu. Með töf á meðferð eykst dánartíðnin, en hún er allt að 20% í bráðafasanum.26 Langtímahorfur eru því miður almennt bágar. Um 85% sjúklinga sem fá ekki meðferð nógu fljótt (innan klukkustunda eða daga) en lifa af þróa með sér Korsakoff heilkenni, en þá eru litlar líkur á bata.35,37 Um fjórðungur þeirra þarf eftirlit og félagslega aðstoð, ýmist heima við eða á hjúkrunarheimili.28 Í heild er áætlað að um helmingur sjúklinga látist innan átta ára í kjölfar Wernicke heilakvilla, þar sem helstu dánarorsakir eru m.a. alvarlegar bakteríusýkingar og krabbamein.38 Samantekt Tilfellið fjallar um 61 árs karlmann með langa sögu um áfengissýki sem leitaði á BMT í Fossvogi með óáttun og minnisskerðingu. Rannsóknir sýndu fram á vægar rafvaka- brenglanir, fitulifur og vefjarýrnun og hvítaefnis breytingar í heila. Við komu var hafin meðferð með þíamíni og sjúklingur lagður inn á lyflækningadeild og síðar á Landa kot. Gangur í legu var sveiflukenndur, en það bar á óáttun, skammtímaminnisleysi og innsæis leysi alla leguna þótt sjúklingurinn næði góðum líkamlegum framförum. Taldist ástand hans samrýmast best eftirstöðvum Wernicke-Korsakoff heilkennis. Hann var með varanlega færniskerðingu og því talinn ófær um að geta búið sjálfstætt. Hann fluttist því á hjúkrunarheimili eftir útskrift. Heilaskaðinn sem hann hlaut á grunni áfengismisnotkunar og þíamínskorts er að öllum líkindum varanlegur vegna tafar á réttri meðferð en veikindi hans hófust líklega allnokkru áður en hann lagðist inn á LSH þar sem hann fékk tafarlaust viðeigandi meðferð. Lokaorð Tilfellið að ofan sýnir mikilvægi þess að hafa Wernicke heilakvilla ávallt á mismunagreiningar listanum þegar sjúklingur leitar til okkar með einkenni á borð við óáttun, rugl og minnisskerðingu, ásamt líkam legum einkennum eins og augntini og göngulags truflun. Þetta gildir einkum þegar saga er um áfengis misnotkun. Mikilvægt er að hefja með ferð með þíamíni sem fyrst til að fyrir byggja alvarlegar afleið ingar sem eru Korsakoff heilkenni, samanber í umræddu tilfelli, og jafnvel dauði. Fengið var tilskilið leyfi fyrir birtingu þessa tilfellis. Heimildir 1. Phillibs GB, Victor M, Adams RD, Davidson CS. A study of the nutritional defect in Wernicke‘s syndrome; the effect of a purified diet, thiamine, and other vitamins on the clinical manifestations. (1952). J Clin Invest, 31(10):859-871. 2. Victor M. Treatment of the neurological complications of alcoholism. (1966). Mod Treat, 3(3):491-501. 3. Þórarinsson BL, Ólafsson E, Kjartansson Ó, Blöndal H. Wernicke- sjúkdómur meðal áfengissjúkra. (2011). Læknablaðið, 97(1):21-29. 4. Institute of Medicine. Food and Nutrition Board. Dietary Reference Intakes: Thiamin, Riboflavin, Niacin, Vitamin B6, Folate, Vitamin B12, Pantothenic Acid, Biotin, and Choline. (1998). Institute of Medicine. Washington, DC: National Academy Press. Sótt 3. maí af https://www. ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK114310/. 5. Talwar D, Davidson H, Cooney J, O´Reilly DSJ. (2000). Vitamin B(1) status assessed by direct measurement of thiamin pyrophosphate in erythrocytes or whole blood by HPLC: comparison with erythrocyte transketolase activation assay. Clin Chem, 46(5):704-10. 6. Butterworth, RF. Thiamin. (2006). In: Shils ME, Shike M, Ross AC, Caballero B, Cousins RJ, editors. Modern Nutrition in Health and Disease, 10. útgáfa. Baltimore: Lippincott Williams & Wilkins. 7. Thomson AD, Guerrini I, Marshall EJ. The evolution and treatment of Korsakoff‘s syndrome: out of sight, out of mind? (2012). Neuropsychol Rev, 22(2):81-92. 8. Tallaksen CM, Bohmer T, Bell H. Blood and serum thiamin and thiamin phosphate esters concentrations in patients with alcohol dependence syndrome before and after thiamin treatment. (1992). Alcohol Clin Exp Res, 16:320-5. 9. Thomson AD. Mechanisms of vitamin deficiency in chronic alcohol misusers and the development of the Wernicke-Korsakoff syndrome. (2000). Alcohol Alcohol Suppl, 35(1):2-7. 10.1093/alcalc/35. supplement_1.2 10. Traviesa, DC. Magnesium deficiency: a possible cause of thiamine refractoriness in Wernicke-Korsakoff encephalopathy. (1974). J Neurol Neurosurg Psychiatry, 37(8):959-62. 11. Dyckner T, Ek B, Nyhlin H, Wester PO. Aggravation of thiamine deficiency by magnesium depletion: a case report. (1985). Acta Med Scand, 218(1):129-31. 12. Martin PR, Singleton CK, Hiller-Sturmhöfel S. The role of thiamine deficiency in alcoholic brain disease. (2003). Alcohol Res Health, 27(2):134-42. 13. Harper C, Fornes P, Duyckaerts C, Lecomte D, Hauw JJ. An international perspective on the prevalence of the Wernicke-Korsakoff syndrome. (1995). Metab Brain Dis, 10(1):17-24. 14. Galvin R, Bråthen G, Ivashynka A, Hillborn M, Tanasescu R, Leone MA. EFNS guidelines for diagnosis, therapy and prevention of Wernicke encephalopathy. (2010). Eur J Neurol, 17(12):1408-18. 15. Lindboe CF, Løberg EM. Wernicke‘s encephalopathy in non-alcoholics: an autopsy study. (1989). J Neurol Sci, 90(2):125-9. 16. Chamorro AJ, Rosón-Hernández B, Medina-García JA, Muga- Bustamante R, Fernández-Solá J, et al. Differences between alcoholic and nonalcoholic patients with Wernicke encephalopathy: a multicenter observational study. (2017). Mayo Clin Proc, 92(6):899-907. 17. Spruill SC, Kuller JA. Hyperemesis gravidarum complicated by Wernicke‘s encephalopathy. (2002). Obstet Gynecol, 99(5 Pt 2):875-7. 18. Schwenk J, Gosztonyi G, Thierauf P, Iglesias J, Langer E. Wernicke‘s encephalopathy in two patients with acquired immunodeficiency syndrome. (1990). J Neurol, 237(7):445-7.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.