Læknaneminn - 01.04.2020, Page 28

Læknaneminn - 01.04.2020, Page 28
R itr ýn t e fn i 2 8 Uppvinnsla Í fyrstu var grunur um heilaslag á ný vegna sögu og óeðlilegrar taugaskoðunar. Mat var fengið hjá taugalæknum sem töldu hliðrun á tungu stafa fyrst og fremst af munnþurrki og mun á kröftum stafa af verkjum. Segulómun var þó pöntuð af höfði vegna sögu um heilaslag í tvígang og áhættuþátta en segulómunin sýndi ekki merki um nýtt heilaslag. Á sjúkrastofnuninni í hans heimabyggð þar sem hann var lagður inn í fyrstu reyndist hann vera með hækkun á hvítum blóðkornum en eðlilegt sökk og CRP. Slappleiki og þvoglumælgi voru eins og áður segir talin vera vegna lyfjaáhrifa og Gabapentín skammturinn því minnkaður og Parkódín tekið út. Því var hér um að ræða slappleika með ný- tilkominni versnun með þvoglumælgi, bein- verkjum, auknum fjölda hvítfrumna í blóði og skerðingu á nýrnastarfsemi. Nýjar og ítarlegri prufur voru teknar og sýndu þær hækkað jóníserað kalsíum (2,06 mmól/L, eðlilegt gildi 1,13-1,33 mmól/L). Kalkkirtilshormón (parathyroid hormone, PTH) var tekið og var það lækkað (7,5 ng/L, eðlilegt gildi 15,0- 65,0 ng/L). Grunur vaknaði því um illkynja blóðsjúkdóm. Sökk mæling var endurtekin og mældist það aftur eðlilegt (14 mm/klst, eðlilegt gildi <15 mm/klst). Blóðstrok var einnig tekið og rafdráttur framkvæmdur. Gangur í legu Vegna þurrks, blóðkalsíumhækkunar og skerð ingar á nýrnastarfsemi var gefinn ríku- legur vökvi. Hvít blóðkorn hækkuðu í legu og mældust hæst 44 x109/L. Niðurstöður frekari rannsókna Blóðstrok Á blóðstroki sást mikill fjöldi eitilfrumna (plasmafrumna) í blóði. Einnig sáust klessu- frumur (smudge cells) sem vöktu í fyrstu grun um langvinnt eitilfrumuhvítblæði (chronic lymphocytic lymphoma, CLL). Hins vegar er sjaldgæft að sjá hækkað kalk í blóði í CLL og óvenjulegt að sjá plasmafrumur í blóðstroki. Því var talið mögulegt að um langt gengið mergæxli (multiple myeloma, MM) væri að ræða eða plasmafrumuhvítblæði (plasma cell leukemia, PCL). Mergæxli myndi þó varla skýra hækkunina á eitilfrumum í blóði. Einnig var sökk eðlilegt sem gjarnan er hækkað í merg æxli. Rafdráttur lá ekki fyrir á þessum tíma og léttar keðjur voru pantaðar nokkru seinna, fjórum dögum eftir að blóðprufa var send í rafdrátt. Tölvusneiðmynd Tölvusneiðmynd af lungum, kvið og hálsi var tekin og sýndi sú rannsókn fram á lungna- vanþenslu (atelectasis) neðarlega í báðum lungum, einkum vinstra megin þar sem lítils- háttar fleiðru vökvi sást. Fjölmörg eldri rif- brot sáust beggja vegna. Slitbreytingar sáust í hrygg en einnig úrátur í beinum (osteolytic lesions) sem voru einkum áberandi hægra megin í spjaldbeini og liðbol L1. Ekki sáust merki um líffærastækkanir eða fyrirferðir. Sjúklingur fluttist í kjölfarið yfir á blóð- lækningadeild LSH til frekari rannsókna. Beinayfirlit Tekin var önnur tölvusneiðmynd af beinum (TS beinayfirlit). Sú rannsókn sýndi fram á lækkun á öllum liðbolum í neðri hluta brjósthryggjar, mest í Th8-10. Í öllum þessum liðbolum var að finna áberandi beinóreglu og úrátursbreytingar. Að auki sáust úrátur í beinum mjaðmagrindar. Breytingunum var lýst sem greinilega illkynja og samrýmdist útlit þeirra meinvörpum eða mergæxli. Eldri brotum í rifjum og hægra herðablaði var einnig lýst. Tafla II. Blóðprufur við komu Rannsókn Eining Gildi Viðmiðunar­ gildi Hvít blóðkorn x109/L 33,9 4,0-10,5 Blóðrauði g/L 120 134-171 Rauð blóðkorn x1012/L 3,71 4,30-5,80 Blóðflögur x109/L 124 150-400 Kreatínín µmól/L 138* 60-100 *Gildi kreatíníns hafði verið 145 µmól/L deginum áður og 100 µmól/L tæpu ári fyrir komu. Myndir 1 og 2. Blóðstrok. Hér má sjá óeðlilegar og illkynja plasmafrumur í blóði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.