Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 30

Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 30
R itr ýn t e fn i 3 0 Fræðileg umræða Inngangur Plasmafrumuhvítblæði (plasma cell leukemia, PCL) er sjaldgæf gerð mergæxlis (multiple myeloma, MM) sem einkennist af háu hlutfalli einstofna plasmafrumna í blóði.1 Samkvæmt núverandi skilgreiningu sjúkdómsins felur það í sér að hlutfall plasmafrumna í blóði sé >20% og fjöldi plasmafrumna sé >2x109/L.1,2,3 Þessi skilgreining er þó um deild og telja margir að mörkin bæði fyrir hlutfall og fjölda plasma- frumna í blóði mættu vera lægri.4 Horfur einstak linga sem greinast með sjúk dóminn eru almennt slæmar og lifun þeirra hefur ekki batnað samhliða bættri lifun einstak linga með MM.3 Faraldsfræði Nýgengi PCL í Evrópu er um 4 af hverjum 10 milljónum.5 Sjúkdómurinn er flokkaður í frumkomið (primary, pPCL) annars vegar og síðkomið (secondary, sPCL) hins vegar, þar sem síðari flokkurinn er skilgreindur sem umbreyting mergæxlis yfir í PCL.2,6,9 Meirihluti PCL tilfella er pPCL (um 60- 70% PCL tilfella)7 en hlutfall sPCL tilfella gæti farið vaxandi vegna bættrar lifunar einstaklinga með mergæxli.3,6 Ein framsýn, lýðgrunduð rannsókn hefur verið gerð á PCL. Í henni var notast við gögn úr sænskum gagnagrunni, Swedish Myeloma Register, til að varpa ljósi á algengi og útkomu í heilu þýði. Sú rannsókn náði til 4.518 einstaklinga með plasmafrumusjúkdóma og þar af greindust 43 (1%) með pPCL.2 Algengi sjúkdómsins var um 0,10/100.000 persónu ár í því þýði. Miðgildi aldurs þeirra einstaklinga sem greindust með PCL var 69 ár saman- borið við 71 ár á meðal þeirra sem greindust með MM. Miðgildi lifunar (median overall survival, OS) á meðal þeirra sjúklinga sem greindust með PCL var 11 mánuðir. Stærsti sjúklingahópurinn sem hefur verið rannsakaður samanstendur hins vegar af 479 einstaklingum sem greindust með PCL á árunum 1973-2009, í svokölluðum SEER (Surveillance, Epidemology and End Results) gagnagrunni.9 Miðgildi heildarlifunar í þeim hópi var 6 mánuðir og 23% einstaklinganna lifðu í minna en einn mánuð eftir greiningu. Klínísk birtingarmynd Einkenni og klínísk teikn PCL geta verið þau sömu og sjást í MM. Dæmi um klínísk teikn sjúkdómsins eru skerðing á nýrnastarfsemi, hækkað hlutfall kalsíums í blóði, úrátur í beinum og blóðleysi. Einnig geta fundist sömu teikn og sjást oft í hvítblæði. Dæmi um slík teikn eru mikil hækkun hvítra blóðkorna í sermi, blóðflögufæð, tíðar sýkingar og miltis- og/eða lifrarstækkun.10 Greining Blóðstrok Í blóðstroki kemur fram hvítfrumufjölgun í blóði þar sem plasmafrumur sjást en eiga venjulega ekki að vera til staðar. Fjöldi plasmafrumna skal eins og áður sagði vera meiri en 2000/µL og hlutfall þeirra að minnsta kosti 20% af heildarfjölda hvítra blóðkorna.1-3 Ónæmissvipgerð Hægt er að framkvæma mótefnalitun eða frumuflæðimælingu til að greina ónæmis- svipgerð illkynja frumanna. Þær innihalda þá annað hvort kappa eða lambda léttar keðjur en ekki bæði, þar sem frumurnar eru einstofna. Eins og í MM tjá frumurnar alltaf CD138 og CD38. Hins vegar, og það sem greinir pPCL frá MM, er oftar tjáning á CD45, CD19, CD20 og CD23 en oft í litlu magni. Þá tjá pPCL frumur yfirleitt ekki CD56 sem er oftast jákvætt í MM.11 Í mótefnalitun sermis getur komið fram framleiðsla IgG, IgA, IgD eða IgE mótefna og er framleiðsla IgG og IgA mótefna algengust.1,4 Um það bil 30% sjúk linga eru með frumur sem framleiða aðeins léttar keðjur og um 10% eru svokallaðir „non-secretors“ þ.e. mynda ekki léttar keðjur eða einstofna mótefni. Markverður munur er á PCL og MM hvað þetta varðar þar sem aðeins 15% MM sjuklinga tjá aðeins léttar keðjur og einungis 4% eru „non-secretors“.12 Litningarannsóknir Hjá meira en 80% sjúklinga með PCL eru annað hvort tvílitna (diploid) plasmafrumur til staðar eða frumur með litningafækkun (hypodiploid).1 Algengasta breytingin er yfirfærslan (translocation) t(11;14) sem, ólíkt MM, hefur í för með sér verri horfur sjúklings. Þá er úrfelling á litningi 13 (del(13q14)), litningi 17 (del(17p)) eða einstæður litningur 13 (monosomy 13) algengara en í MM en þessar litningabreytingar eru tengdar illvígari PCL. Aðrar úrfellingar finnast einnig ásamt yfirfærslum eins og t(4;14) og t(14;16) sem einnig tengjast verri horfum í sjúkdómnum.1 Beinmergsstrok og –sýni Beinmergsstrok og beinmergssýni svipa til þeirra sem sjást við MM en með auknum fjölda einstofna plasmafrumna. Beinmergs- íferðin er yfirleitt mikil og samanstendur af plasmafrumum af villivaxtar (anaplastic) gerð með háum fjölgunarstuðli (proliferative index).1 Meðferð Fáar framsýnar rannsóknir hafa verið fram- kvæmdar til athugunar á árangri með ferðar við PCL. Fyrsta framsýna rann sóknin á upphafs- meðferð við pPCL náði til 23 sjúklinga.13 Höfundar hennar könnuðu árangur með- ferðar með lyfinu lenalidomide og lág- skammta dexametasóni í tiltölulega ungum sjúklingum: miðgildi heildarlifunar í þeim hópi var 28 mánuðir. Annar rannsóknarhópur kannaði árangur innleiðslumeðferðar sem grund vallaðist á bortezomib (bortezomib- based induction therapy) og ígræðslu eigin stofnfrumna hjá 40 sjúklingum og var miðgildi heildarlifunar 36 mánuðir.14 Í hvorugri rann- sókninni var sjúklingum þó slembiraðað og líklega er um að ræða yngri og heilbrigðari sjúklingahópa en almennt gengur og gerist á meðal allra sem greinast með PCL.2 Evrópsku samtökin um mergæxli (European myeloma network) hafa gefið út leiðbeiningar um meðferð við PCL.15 Sjúklingar eru í upp- hafi meðhöndlaðir með svokallaðri inn leiðslu- meðferð (induction therapy) sem felur meðal annars í sér meðferð með líftæknilyfjum (eins og leysikorna (proteasome) hemlinum bortezomib) einum og sér eða með öðrum krabbameinslyfjum, til dæmis thalidomide eða lenalidomide. Sjúklingar sem þola það eru síðar gjarnan meðhöndlaðir með ígræðslu beinmergs myndandi stofnfrumna (hematopoietic cell transplantation, HCT). Niðurstöður rannsókna virðast benda til þess að eigin stofnfrumuígræðsla (autologus stem cell transplantation, ASCT) beri meiri árangur en stofnfrumuígræðsla frá öðrum (allogenic stem cell transplantation, AlloSCT).12 Þó sú meðferð geti bætt útkomu einstaklinga með PCL er lifun þeirra sem undirgangast slíka meðferð mun verri en einstaklinga með MM sem fá sambærilega meðferð.16 Vísbendingar eru þó á lofti að lifun sjúklinga með PCL hafi batnað eftir að meðferð með bortezomib, thalidomide og lenalidomide hófst ásamt ASCT.9 Rannsóknir á nýjum meðferðum við PCL lofa einnig góðu og má þar nefna BCL- 2 hemilinn venetoclax, ónæmistemprandi lyfið pomalidomide, annarrar kynslóðar leysikornahemlana ixazomib og carfilzomib, anti-CD38 mótefnið daratumumab og fleiri lyf.12 Þörf er því á fleiri framsýnum rannsóknum á árangri núverandi meðferðar við PCL en spennandi verður að sjá fleiri nýjar meðferðir koma fram á sjónarsviðið við þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Fengið var tilskilið leyfi fyrir birtingu þessa tilfellis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.