Læknaneminn - 01.04.2020, Side 33

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 33
R it rý n t e fn i R itr ýn t e fn i 3 3 Hulda Hrund Björnsdóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020 Runólfur Pálsson Prófessor í lyflæknisfræði (nýrna- sjúkdóma fræði) við Háskóla Íslands Vökvagjöf í æð er grundvallarþáttur í með- ferð bráð veikra sjúklinga. Megin markmið vökva meðferðar eru að viðhalda rúm máli utan frumu vökva í því skyni að tryggja full- nægjandi blóð flæði til líffæra ásamt því að viðhalda jónefnajafnvægi (electrolyte balance). Ákvörðun um vökvagjöf í æð byggist einkum á klín ísku mati á vökvarúmmáli auk þess sem þekking á vökva jafnvægi líkamans er lögð til grundvallar, einkum sam bandinu milli vatns og uppleystra efna.1 Vatn er 55-60% af líkamsmassa karla og 45-50% kvenna og stafar þessi munur af mis munandi fituhlutfalli kynjanna.2 Þetta hlutfall er lægra þegar offita er til staðar, þar sem fituvefur inniheldur minna vatn en flestir aðrir vefir. Heildar vatnsmagni líkamans er skipt í innan- og utanfrumu vökva og ræðst rúm mál þeirra af heildar magni upp leystra efna, kalíum söltum í innanfrumu hólfinu og natríum söltum í utanfrumuhólfinu (Mynd 1).1-2 Um þriðjungur vatnsmagnsins er í utanfrumuhólfinu og tveir þriðju hlutar í innanfrumuhólfinu.2 Þessi hólf eru aðskilin af frumuhimnunni sem inniheldur virka natríum- og kalíumdælu sem sér til þess að natríumbirgðir líkamans haldist að mestu leyti utan frumna og kalíum innan frumna.1 Meirihluti utanfrumuvökva (um 75%) er millivefsvökvi (interstitial fluid), sem er utan frumna í vefjum og afgangurinn er blóðvökvi innan æða (25%).3 Vökvajafnvægi líkamans er ákvarðað af inn- töku og útskilnaði natríums og vatns og virkni stýri kerfa, einkum renín-, angíótensín- og aldó sterón kerfisins, semjuhluta (sympathetic division) sjálf virka tauga kerfisins og hor- mónsins vasópressíns.1-2,4 Undir eðli legum kringum stæðum er megin þorri vökva inntöku í formi drykkja en fæða inni heldur einnig vökva og jónefni. Vatn er einnig loka afurð oxunar á fæðu, sem er lítill en mikilvægur þáttur í vökva jafnvægi. Vatns drykkja stjórnast af þorsta og þorsti örvast þegar vatnsjafnvægi er nei kvætt vegna ónógrar inntöku eða aukins út skilnaðar. Þorsti myndast einnig við mikla inn töku á natríum, þar sem aukið magn vatns þarf þá til að viðhalda natríumstyrk utanfrumu vökva innan viðmiðunar marka.1 Út skilnaður vökva skiptist í útskilnað um nýru og meltingar veg og svokallað ómeðvitað vökvatap (vökvatap frá lungum og húð). Í vestur-evrópskri veðráttu er magn ómeðvitaðs taps 0,5-1 l/dag en í heitara veðri, við áreynslu eða við hækkaðan líkamshita geta nokkrir lítrar tapast um húð með svita.1 Undir venjulegum kringumstæðum frásogast vatn og jónefni frá þörmum svo að tap á vökva með hægðum er ekki meira en 100-150 ml/dag. Þetta getur breyst mikið við sýkingu eða annan sjúkdóm í meltingarvegi.1 Renín-, angíótensín- og aldósterónkerfið gegnir lykilhlutverki í stjórnun utanfrumu- vökva rúmmáls og æðaviðnáms sem saman hafa ráðandi áhrif á útfall hjarta og slagæða- þrýsting (Mynd 2). Hugtakið virkt blóð- rúmmál er gagnlegt í þessu samhengi því það stendur fyrir rúmmál slagæðablóðs sem flæðir til vefja. Þrýstingsnemar í slagæðum skynja skyndilegar breytingar á blóðrúmmáli, ýmist samdrátt eða þenslu, og leiðir það til viðbragðs renín-, angíótensín- og aldó sterón- kerfisins og annarra stýrikerfa. Sjálf stýring á nýrnablóðflæði, sem viðheldur stöðugleika í blóðflæði og gaukulsíunarhraða (GSH) þrátt fyrir að breytingar verði á meðal- slagæðaþrýstingi, hefur einnig mikilvæga þýð ingu fyrir stjórnun vökvarúmmáls. Innan nýrna verður losun á reníni frá nærgaukla- frumum (juxtaglomerular cells) við lækkun þrýstings í aðrennslis slagæðlingi (afferent arteriole) gaukla, örvun beta-viðtaka í nær- gaukla frumum, og þegar sérhæfðar frumur í þétti depli (macula densa) í fjær píplum skynja lækkaðan styrk natríums og klóríðs í píplu- vökvanum. Renín veldur klofnun angíó- tensínógens og við það myndast angíó tensín I sem síðan klofnar í angíótensín II fyrir tilstuðlan angíótensín-breytiensíms (angio- Vökvameðferð hjá fullorðnum Mynd 1: Vökvahólf líkamans og dreifing mismunandi tegunda vökvalausna. Græna punktalínan sýnir dreifingu glúkósalausnar um vökvahólfin. Bláa punktalínan sýnir dreifingu saltlausna um vökvahólf líkamans. Appelsínugula puntkalínan sýnir dreifingu kvoðulausna um vökvahólfin. Mynd endurgerð frá A.Swed et al, ágúst 2019. Fengin af: https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Fluid_ composition_of_the_body_1.3.png#file
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.