Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 38

Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 38
R itr ýn t e fn i 3 8 Fyrst þarf að taka afstöðu til hvort þörf sé fyrir bráðameðferð. Annars eru eftirfarandi spurningar gagnlegar við mat á þörf fyrir vökvagjöf í æð:1 1. Getur sjúklingur fullnægt þörfum sínum fyrir vökva og jónefni með inntöku um munn eða gjöf um magaslöngu? 2. Þarf sjúklingur vökvagjöf í æð? 3. Hver er núverandi staða á vökva- og jónefnajafnvægi sjúklings? 4. Hver er meðalþörf sjúklings fyrir vökva og jónefni? 5. Er sjúklingur með óeðlilegt vökva- og/eða jónefnatap? 6. Er sjúklingur með röskun á dreifingu vökva? Vökvameðferð um munn Mikilvægt er að hafa í huga að öruggasta og skilvirkasta leiðin til að gefa vökva og jónefni er um munn. Því ætti ætíð að leitast við að bæta upp vökva- og jónefnatap með gjöf um munn þegar hægt er og forðast ætti notkun vökvagjafar í æð hjá sjúklingum sem geta borðað og drukkið. Íhuga ætti gjöf um magaslöngu ef ekki er talið öruggt að neyta fæðu um munn. Við bráða þörf fyrir vökvagjöf er þó jafnan nauðsynlegt að gefa vökva í æð.1 En þegar um vægan vökvaskort er að ræða og þegar vökvatap er þrálátt til lengri tíma má gefa saltríkan vökva um munn, til dæmis kjötkraft (bouillon) og staðlaðar saltlausnir til inntöku (oral rehydration therapy) en þær bjarga óteljandi mannslífum á ári hverju og þá sérstaklega í vanþróaðri hlutum heims þar sem dauði af völdum vökvaskorts vegna niðurgangs er algengur.22, 38-39 Bráðameðferð Deilt hefur verið um hvort saltlausnir eða kvoðulausnir séu betri kostur í bráðameðferð um áratugaskeið.9 Kvoðulausnir eru taldar geta þanið út innanæðarúmmál betur en salt lausnir þar sem þær haldast í meira mæli innan æða og viðhalda onkótískum þrýst- ingi betur. Saltlausnir dreifast hins vegar um allt utanfrumuhólfið og talið er að þær hafi takmarkaða og skammvinna verkun á rúmmál blóðvökva í sýklasótt.1 Saltlausnir eru taldar valda meiri uppsöfnun millivefsvökva en kvoðulausnir vegna vessunar út úr æðakerfi.1,25 Ítrekaðar kerfisbundnar yfir ferðir og safn- greiningar á slembiröðuðum meðferðar- prófunum hafa verið gerðar með tilliti til þessa. Ekki hefur þó enn tekist að sýna fram á mun milli vökvategundanna hvað varðar afdrif sjúklinga.25 Sumar rannsóknir hafa sýnt betri útkomu með notkun kvoðulausna í blóðflæðitengdum endapunktum á borð við miðlægan bláæðaþrýsting og meðal- slagæðaþrýsting.9 Það hefur þó ekki skilað sér í klínískt mikilvægum mun nema í tilviki kvoðulausna með kröftug onkótísk áhrif, einkum HES-lausnar. Hinsvegar er nú mælt gegn notkun þessarar lausnar vegna auka verkana og aukinnar dánartíðni eins og áður hefur komið fram.1,9,25,28 Þar sem saltlausnir eru mun ódýrari og ekki verið sýnt fram á með vissu að þær hafi í för með sér alvarlegar aukaverkanir eða hafi síðri blóðrúmmálsaukandi áhrif en kvoðulausnir er mælt með notkun saltlausnar við bráða- meðferð.1,9,25,28,40-41 Í núverandi leið bein ingum amerískra og evrópskra gjörgæslul ækna um meðferð sýklasóttar (Surviving Sepsis Campaign: International Guidelines) er mælt með að gefa saltlausn við bráðameðferð og að bæta við albúmíni þegar þörf er á miklu magni saltlausnar.9,37 Þó er ekki skilgreint hvað flokkast sem mikið magn og því óljóst hvenær ástæða er til að bæta við albúmínlausn.9 Ekki er mælt með einni saltlausn fram yfir aðra við meðferð sýklasóttar losts, enda eru full- nægjandi samanburðar rannsóknir ekki fyrir- liggjandi.37 Nýleg rannsókn sýndi að meðal fár veikra einstaklinga á gjörgæslu dró notkun veginna salt lausna úr dánartíðni, þörf fyrir skilunarmeðferð og viðvarandi skerðingu á nýrna starfsemi samanborið við 0,9% NaCl- lausn á meðan rannsókn sem beindist að minna veikum einstak lingum á bráðamóttöku leiddi ekki í ljós marktækan mun milli þessara lausna með tilliti til ofangreindra þátta.42-43 Vegin saltlausn verður því gjarnan fyrir valinu á gjörgæsludeildum. Sýnt hefur verið fram á að notkun albúmíns sé álíka örugg og notkun saltlausna, en yfirburðir þess í bráðameðferð hafa ekki verið sannaðir. Nokkrar rannsóknir hafa þó sýnt fram á bætta útkomu sé albúmín notað og er það því ráðlagt í núverandi leið- bein ingum.9,25,28,37,40-41,44-45 Ef orsök blóðrúmmálsminnkunar er blóð tap vegna blæðingar getur verið þörf á blóðhluta- gjöf.10 Ekki verður fjallað nánar um blóðgjafir í þessari grein. Magn vökva sem þörf er á í bráðameðferð er mjög breytilegt.25 Við meðferð sýklasóttarlosts hafa samtök amerískra og evrópskra gjörgæslu lækna mælt með hröðu innrennsli vökva í æð, að minnsta kosti 30 ml/kg á fyrstu þremur klukku stundunum, því rannsóknir hafa bent til að skjót viðbrögð bæti útkomu sjúk linga.46 Gefa ætti vökvameðferðina hratt í stökum skömmtum (bolus), til dæmis 500 ml á 15 mínútum í senn. Meta þarf stöðugt klín íska svörun og blóðflæðiþætti ásamt því að vera á varðbergi gagnvart myndun lungna- bjúgs.37,47-48 Vökvameðferð við sýklasótt, sem einkennist af mikilli röskun á vökvadreifingu, er sérstaklega vandasöm vegna þrálátrar vökvarúmmáls minnkunar innan æða, lágs blóð þrýstings, lítils þvag útskilnaðar og lélegs blóð flæðis til vefja á sama tíma og til- hneiging er til vökvasöfnunar sem getur haft skað leg áhrif vegna bjúgs í líffærum og van- starfsemi af þeim sökum. Mikilvægt er því að forðast óhóflega vökvagjöf og er ráðlegt að Tafla II. Tegundir vökvameðferðar, helstu ábendingar og val innrennslisvökva til notkunar. Bráðameðferð Viðhaldsmeðferð Uppbótarmeðferð Ábendingar Sýklasóttarlost Bruni Blæðing Skert fæðuinntaka: • heilaslag • garnastífla • skert vitræn hæfni • meðvitundarskerðing Í og eftir skurðaðgerð Uppköst Niðurgangur Flóðmiga Hiti Bruni Val á innrennslis­ vökva 1. NaCl (0,9%) eða vegnar saltlausnir 2. Albúmín ef vökvaþörf er mikil 3. Blóðhlutagjöf ef við á 1. Glúkósalausnir eða vegnar saltlausnir 2. Saltlausnir við minni skurðaðgerðir 3. Saltlausnir eða kvoðulausnir við stærri skurðaðgerðir Vegnar saltlausnir NaCl (0,9%) Glúkósalausnir Athugasemdir Gefa vökva hratt yfir stuttan tíma í stökum skömmtum og meta sjúkling reglulega Oft er hægt að viðhalda vökvaþörf sjúklinga með gjöf um munn eða um magaslöngu Val vökva fer eftir samsetningu vökvatapsins NaCl: Natríumklóríð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.