Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 42

Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 42
R itr ýn t e fn i 4 2 Skoðun Fyrst skal útiloka mögulegar orsakir utan innra eyra. Óeðlileg teikn við taugaskoðun geta bent til miðlægra orsaka. Eyrnabólga í mið- eða ytra eyra getur valdið svima og því er rétt að framkvæma nákvæma eyrnaskoðun. Heyrnarmæling getur hjálpað til við að greina á milli ólíkra útlægra orsaka svima. Mæla skal réttstöðublóðþrýsting og framkvæma hjartalínurit hjá sjúklingum með einkenni sem gætu bent til orsaka frá hjarta- og æðakerfi.4,16 Lykilatriði í skoðun sjúklinga með svima er skoðun augnhreyfinga.8 Augntin er eitt af þeim megin teiknum sem sýnir fram á röskun í jafnvægis kerfinu. Við mat á augntini er kannað hvort fram kemur sjálfsprottið augn tin eða augn tin framkallað með áreiti, það er við stöðu breytingar, með augnaráði utan miðju- stefnu, með snúningi líkamans eða hitavakið (caloric test).17,18 Mikilvægt er að greina augntin vegna miðlægra orsaka (meinsemd í heilas tofni eða litla heila) frá augntini af útlægum orsökum (meinsemd í innra eyra eða andartaug). Það sem greinir þarna á milli er að augntin af útlægum orsökum má bæla með því að einblína á fastan punkt. Við augntin af miðlægum orsökum gerist það síður. Hægt er að koma í veg fyrir áhrif bælingar á augntin af útlægum orsökum með notkun svo kallaðra Frenzel gleraugna.8 Þau eru einnig með stækkunar glerjum sem auðvelda mat augn- hreyfinga.16 Á undanförnum árum hafa verið þróuð innrauð hreyfimynda Frenzel gleraugu (infrared video Frenzel‘s goggles) sem auðvelda enn frekar skoðun augntins. Á stofnunum sem búa yfir þar til gerðri tækni er augntin metið og skráð með svokallaðri augntins rafritun (electronystagmo graphy, ENG) eða augntins hreyfimyndaritun (videonystagmo- graphy, VNG)8. Til þess að greina á milli útlægra og miðlægra orsaka bráðs andarheilkennis (acute vestibular syndrome) eru notuð þrjú skoðunaratriði sem saman hafa verið kölluð HINTS (Head Impulse, Nystagmus, Test of Skew) próf. Þau eru höfuð hnykkjapróf (head impulse test), mat á augn tini og sjónmisvægis prófi (test of skew). Með þeim má greina á milli útlægra og mið lægra orsaka heil kennisins með yfir 90% næmi. Það er næmari greining heldur en ef tekin er snemmbúin segulómmynd. Að lokum má skoða hvort röskun sé á eðlilegum augn- hreyfingum sem kallast þjál eftirför (smooth pursuit) og augnrykkir (saccades). Að bæta þessum athugunum við er ennþá næmara í að gefa til kynna miðlæga orsök heldur en ef einungis eru framkvæmd HINTS prófin.18,19 Höfuðhnykkjapróf er próf sem notað er til þess að kanna virkni lárétta augn- og bogaganga- viðbragðsins.18 Það er framkvæmt þannig að sjúklingur slakar alveg á í hálsvöðvum og horfir á fastan punkt fyrir framan sig. Meðferðar aðilinn tekur því næst um höfuð hans og snýr því til hægri eða vinstri með snöggri hreyfingu. Ef augu sjúk lingsins halda augna ráðinu á fasta punktinum má reikna með því að jafnvægis kerfið virki sem skyldi með því að valda upp bótar augn hreyfingu á móti höfuð hreyfingunni. Ef veikleiki er til staðar í boga rásum annars eyrans byrja augun á því að færast með höfðinu og leiðrétta sig svo með því að fara til baka á fasta punktinn með augnrykk.20 Með nútíma tækni má nálgast þetta á hlutlægari hátt með aðstoð hreyfimynda höfuðhnykkjaprófs (video head impulse test).21 Með sjónmisvægisprófi er kannað hvort um skekkjufrávik (skew deviation) sé að ræða, en það bendir til miðlægra orsaka. Prófið er framkvæmt á þann hátt að annað auga sjúklings er hulið. Ef lóðrétt hreyfing sést á þessu auga þegar hulan er tekin frá, þá er til staðar skekkjufrávik.22 Ef einkenni benda til stöðusteinaflakks (benign paroxysmal positional vertigo) skal fram kvæma sérstök klínísk próf til greiningar þess.4, 16 Fjallað verður um þau hér að neðan. Rannsóknir Sjaldan finnst orsök svima með blóðrannsókn. Helst skal framkvæma blóðrannsókn hjá sjúk lingum með undirliggjandi sjúkdóma og mæla þá blóðsykur og blóðsölt (electrolytes). Ekki er mælt með kerfisbundnum mynd- rannsóknum við uppvinnslu svima. Ráð lagt er að framkvæma segulómmynd eða tölvu- sneiðmynd af höfði ef skoðun sjúklingsins bendir sterklega til mið lægra orsaka eða sam ræmist ekki dæmi gerðum útlægum orsökum.4,23 Segul ómmyndun er næmari rann sókn en tölvu sneiðmyndun við þessar aðstæður.24 Umfjöllun um algengustu útlægu orsakir svima Stöðusteinaflakk (Benign paroxysmal positional vertigo, BPPV) Sjúkdómurinn stöðusteinaflakk er algengasta orsök svima frá jafnvægiskefinu.25 Hann einkennist af köstum af svima og augntini sem standa stutt, oftast styttra en í eina mínútu. Köstin hefjast í tengslum við breytingar á stöðu höfuðs, sem oftast verða samhliða stöðubreytingum annarra hluta líkamans. Ef sjúklingur er alveg hreyfingarlaus þá upplifir hann ekki svima. Ógleði og uppköst fylgja í sumum tilfellum.13 Það eru tvær megin kenningar sem notaðar hafa verið til þess að skýra meinmyndun sjúkdómsins. Sú kenning sem talin er skýra einkennin í flestum tilfellum kallast á ensku „canalithiasis“. Hún lýsir því að stöðusteinar frá eyrnavöluhimnu (otolithic membrane) skjóðu losni og fari yfir í innanvessa (endo- Mynd 1. Bygging innra eyra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.