Læknaneminn - 01.04.2020, Side 43

Læknaneminn - 01.04.2020, Side 43
R itr ýn t ef ni R itr ýn t e fn i 4 3 lymph) eins eða fleiri af bogarásunum. Ef ákveðið magn af stöðusteinum eru lausir veldur hreyfing þeirra óeðlilegum hreyfingum innanvessans. Hreyfing steinanna verður fyrir tilstuðlan þyngdaraflsins við höfuðhreyfingar í plani rásanna sem eiga í hlut. Þessar hreyfingar gefa falska tilfinningu höfuðhreyfinga, sem kemur fram sem svimi. Auk þess kemur fram augntin í plani viðkomandi bogarása. Í flestum tilfellum er orsök þess að stöðusteinar losna óþekkt en í einhverjum tilfellum kemur það í kjölfar höfuðhöggs eða sjúkdóma í innra eyra, svo sem völundarsvima (Ménière’s disease) eða andartaugabólgu (vestibular neuritis).13 Stöðusteinaflakk er algengast í aftari bogarásum.26 Greining stöðusteinaflakks byggir fyrst og fremst á dæmigerðri sögu og skoðun. Grunur vaknar um sjúkdóminn þegar sjúklingur greinir frá endurteknum stuttum köstum af svima sem koma fram við að leggjast niður eða við snúning yfir á aðra hliðina í liggjandi stöðu. Þá ætti að koma fram augntin við sömu hreyfingar. Til er sérstakt próf fyrir hverja af bogarásunum til þess að greina hver þeirra inniheldur steina.27 Dix og Hallpike lýstu árið 1952 prófi sem greinir stöðusteinaflakk í aftari bogarásum. Það fer þannig fram að sjúklingur er látinn sitja uppréttur á skoðunarbekk. Sá sem skoðar tekur um höfuð sjúklings og færir höfuðið aftur þannig að hann liggi láréttur með höfuðið 20 gráðum neðan við lárétta línu líkamans. Höfuðið skal einnig snúa 30 til 40 gráðum til þeirrar hliðar sem prófa skal. Við stöðusteinaflakk í aftari bogarásum eyrans sem snýr niður í átt að bekknum ætti að koma lárétt snúningsaugntin í átt að því eyra við prófið. Það geta liðið nokkrar sekúndur þangað til augntinið kemur fram og það stendur síðan yfir í nokkrar sekúndur.28 Prófið hefur fengið nafnið Dix-Hallpike próf og samkvæmt klínískum leiðbeiningum frá 2017 skal greina sjúkling með stöðusteinaflakk í aftari bogarásum ef það reynist jákvætt. Ekki skal þó útiloka þá sjúkdómsgreiningu ef prófið reynist neikvætt þar sem neikvætt forspárgildi þess er ekki nógu hátt.29 Árið 1992 lýsti John M. Epley röð hreyfinga til meðferðar á stöðusteinaflakki í aftari bogarásum. Meðferðin kallast Epley handlag (maneuver) og hefur hún það fram yfir fyrri meðferðir að vera minna inngrip af hálfu læknisins og einnig minna krefjandi fyrir sjúklinginn. Handlagið er framkvæmt í beinu framhaldi af Dix-Hallpike prófinu.30 Önnur aðferð sem þykir jafn góð og Epley handlagið heitir Semont handlag.29 Mynd 2 sýnir framkvæmd Dix-Hallpike, Epley og Semont aðferðanna. Ef sjúklingur hefur sögu sem samræmist stöðusteinaflakki en Dix-Hallpike prófið sýnir einungis lárétt eða ekkert augntin, þá skal kanna stöðusteinaflakk í hliðlægu boga- rásunum með prófi sem kallast baklegu- veltipróf (supine-roll test).29 Ef það reynist jákvætt felst meðferðin í snúningsæfingum í liggjandi stöðu. Samkvæmt White et al. er meðferðar tæknin sem helst skal nota 360 gráðu snún ingur sem byrjar með höfuðið í 90 gráðu snúningi í átt að eyranu sem veldur ein kennum.31 Hliðlægu bogarásirnar eru næst lík legastar til þess að valda einkennum stöðusteina flakks. Möguleiki er á því að steinar fari frá aftari bogarásum yfir í hliðlægu bogarásirnar við framkvæmd Epley handlagsins.29 Brátt andarheilkenni (Acute vestibular syndrome) Brátt andarheilkenni samanstendur af kröft- ugum snarsvima, ógleði og uppköstum, sjálf- sprottnu augntini og jafnvægisleysi. Það kemur fram vegna skyndilegrar einhliða trufl- unar á útlæga jafnvægiskerfinu.23 Algengasta orsök heil kennisins er andartaugabólga.32 Sá sjúk dómur einkennist af skyndilegum lang- varandi snarsvima sem dæmigert þróast á nokkrum klukkustundum yfir í kröftugan snarsvima sem varir í nokkra daga og batnar Mynd 2. A) Dix-Hallpike prófið framkvæmt í skrefum 1 og 2. Epley handlagið framkvæmt í skrefum 3-5 í beinu framhaldi af Dix-Hallpike prófinu. B) Semont handlagið framkvæmt í skrefum a-c. A B 1 2 3 4 5 B B A C C A
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.