Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 44

Læknaneminn - 01.04.2020, Qupperneq 44
R itr ýn t e fn i 4 4 síðan á nokkrum vikum. Sumir sjúklinganna hafa þó leifar af ósértækum svimaeinkennum og ójafnvægi í nokkra mánuði á eftir.33 Þegar ein hliða heyrnartap kemur fram í tengslum við svimann koma aðrar orsakir til greina, svo sem völundarhúsbólga (labyrinthitis), drep í völundarhúsi (labyrinthine infarction), utan vessa fistill (perilymph fistula)33 og völundarsvimi.28 Ekki er nákvæmlega vitað hver meingerðin er á bak við andartaugabólgu en talið er að sjúk dómurinn sé af völdum sértækrar bólgu í andartaug sem líklega myndast í tengslum við veirusýkingu.33 Það er þó aðeins í um helmingi tilfella sem einkenni andartaugabólgu koma í tengslum við greinanlega veirusýkingu.28 Sjaldan er lögð áhersla á að sannreyna hvort sjúkdómurinn orsakist af veirusýkingu þar sem hann hefur ekki alvarlegar afleiðingar í för með sér auk þess sem meðferð með veirulyfjum virðist ekki hafa áhrif á framgang hans.23, 34 Mikilvægt er að hafa í huga að alvarlegar mið lægar orsakir geta valdið bráðu andar- heilkenni. Dæmi um það er heilablóðfall í litla heila. Aðeins í um helmingi tilfella af heila- blóðföllum sem valda bráðu andarheilkenni koma fram önnur taugaeinkenni sem gefa til kynna að orsökin sé miðlæg. Snemmbúin segulómmynd eftir upphaf einkenna heil- kennisins er ranglega neikvæð í rúmlega 10% tilfella af heilablóðföllum samkvæmt rannsókn frá 2009. Ef HINTS próf benda til útlægra orsaka bráðs andarheilkennis er það næmara til útilokunar heilablóðfalls heldur en neikvæð segulómmynd af höfði á fyrstu 24 til 48 klukkustundunum frá upphafi einkenna. Þær niðurstöður HINTS prófanna sem benda til útlægrar orsakar eru í fyrsta lagi eðlilegt augn- og bogagangaviðbragð í láréttu höfuðhnykkjaprófi. Í öðru lagi sést ekki lárétt augntin sem breytir um stefnu eftir augnhreyfingum (bidirectional nystagmus), lóðrétt augntin eða snúningsaugntin. Í þriðja lagi sést ekki lóðrétt tilfærsla augna í skekkjufráviksprófi.32 Ef niðurstaða HINTS prófa útilokar ekki miðlæga orsök einkennanna skal framkvæma mynd greiningu á heilanum. Einnig ef ein- kennin hófust skyndilega og sjúklingur er með áhættuþætti fyrir heilablóðfalli eða ef mikill höfuðverkur fylgir bráðum svima. Segulómun af höfði og æðamyndataka (angiography) skulu valin til myndgreiningar en ef ekki er aðgengi að slíkum rannsóknum skal taka tölvusneiðmynd.33 Bati útlægra truflana í jafnvægiskerfi fæst í fyrsta lagi með endurheimt á virkni útlæga jafnvægiskerfisins.33 Í öðru lagi með aðlögun miðlæga jafnvægiskerfisins (central vestibular compensation) að ójafnvægi í aðfærandi boðum frá útlægu jafnvægiskerfum sitthvors eyra.35 Þetta gerir það að verkum að flestir ná sér að fullu af einkennum sjúkdómsins þó ekki sé alltaf fullkomin endurheimt á virkni útlæga jafnvægiskerfisins. Rannsóknir hafa sýnt að hraða megi bataferlinu með því að gera stigvaxandi jafnvægisæfingar í því skyni að búa endurtekið til nýtt jafnvægi í aðfærandi boðum frá útlægu jafnvægiskerfunum, sem miðlæga jafnvægiskerfið þarf svo að laga sig að. Mikilvægt er að gera sjúklingum grein fyrir því að eðlilegt er að finna fyrir auknum svima meðan á þessum æfingum stendur og skal ekki túlka það sem versnandi sjúkdóm.33 Í bráðu andarheilkenni af hvaða orsök sem er má ráðleggja einkennameðferð við svima og ógleði. Mælt er með andhistamínlyfi svo sem dífenhýdramíni (Benylan®) eða prómetasíni (Phenergan®) ásamt bensódíasepínlyfi svo sem díasepami (Stesolid®). Ekki skal taka bensódíasepínlyf í meira en 3 sólarhringa þar sem það er talið hægja á fyrrnefndu aðlögunarferli miðlæga jafnvægiskerfisins.36 Þar sem andartaugin liggur í þröngum gangi úr beini getur bólga í henni valdið þrýstingi á taugina og þannig blóðþurrð. Það er hugsanlega hægt að koma í veg fyrir þessa blóðþurrð með því að hefja sterameðferð með prednisóloni um munn eða metýl prednisóloni í æð. Það gæti átt þátt í að auka virkni útlæga jafnvægiskerfisins á ný,36 þó að það hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti.37 Sjúkra þjálfun sem styður aðlögun miðlæga jafnvægis kerfisins er ekki talin síður mikilvæg en lyfja meðferð. Mælt er með því að slík þjálfun hefjist við upphaf einkenna hjá sjúkra- þjálfara sem hefur sérþekkingu á sjúkraþjálfun jafnvægis kerfisins.36 Völundarsvimi (Ménière’s disease) Árið 1861 varð frakkinn Prosper Menière fyrstur til þess að lýsa einkennum heilkennis sem síðar fékk nafnið Ménières sjúkdómur eða völundar svimi.38 Hann var sá sem uppgötvaði að heil kennið væri orsakað af skemmd í innra eyra. Það saman stendur af þremur dæmi gerðum ein kennum; svima, eyrnasuði (tinnitus) og sveiflu kenndu skyntauga- heyrnartapi. Þessu getur fylgt til finning þrýstings í því eyra sem á í hlut, göngulags- truflanir, köst af skyndilegum föllum (drop attacks) og ógleði.39 Einkennin koma í endur- teknum köstum sem koma yfirleitt nokkrum sinnum á ári, en sjúkdómshlé geta varað í nokkra mánuði og jafnvel ár. Oftast er sjúk- dómurinn einhliða, en getur komið fram í báðum eyrum.40 Andartaugabólgu má oftast Mynd 3. Mynd A) sýnir innra eyra án innanvessabjúgs. Mynd B) sýnir innra eyra með innanvessabjúg. Eðlilegt InnanvessabjúgurSkjóða Egglaga gluggi Skjatti Biða Biða Innanvessi í jafnvægiskerfi Innanvessi í kuðungi Utanvessi Snigilgluggi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.