Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 59

Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 59
R itr ýn t ef ni Fr óð le ik ur 5 9 Rósa Harðardóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020 Viktoría Mjöll Snorradóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020 Smitsjúkdómadeild Lang flestir eiga erfitt með að ná utan um þann fjölda sýklalyfja sem í boði eru. Ef þú segir annað þá ertu að blekkja sjálfan þig. Vertu búin að hlaða niður Microguide og vinna þannig inn rokkstig hjá Sigurði Guðmundssyni. Við ófá tilefni reynist nauðsynlegt að klæðast einangrunarfatnaði þegar farið er inn til sjúklings. Ekkert kemur upp um reynsluleysið þitt jafn mikið og að fara öfugt í sloppinn með tölurnar framan á. Frá okkur: Algengt vandamál sem kemur upp á borð smitsjúkdómalækna eru húð- og mjúkvefja- sýkingar. Þær algengustu eru heimakoma (erysipelas) og netjubólga (cellulitis) sem oftast koma á fótleggjum. Helstu eiginleikar þeirra eru listaðar í töflunni hér á eftir. Hafið í huga að oft getur verið erfitt að greina á milli. Tafla I. Eiginleikar heimakomu og netjubólgu Heimakoma (erysipelas) Netjubólga (cellulitis) Yfirborðskennd Dýpri Blárauð Dauf bleik Skarplega afmörkuð Ekki skörp skil milli heilbrigðar og sýktrar húðar Skyndilegt og meira veikir sjúklingar Ekki eins veikir sjúklingar Satellite lesion (ofast í nára) Ekki satellite lesion Streptókokkar grúppu A (GAS) S. aureus /GAS Pensillin Cloxacillin/ Cefazolin Frá sérfræðingum: Ófáum aurum Landspítlans hefur verið eytt í CRP mælingar. Ef sterkur grunur er um sýkingu er í langflestum tilfellum óþarft að mæla CRP (sjokk) þar sem ólíklegt er að það muni hafa áhrif á klínískar ákvarðanir. Einnig er óþarfi að mæla CRP daglega í alvarlegum sýkingum í eftirlitsskyni. Staphylococcus aureus veldur nær aldrei beinni þvagfærasýkingu og því ætti að leita að djúpri sýkingu, svo sem blóðsýkingu, hjartaþelsbólgu eða beinsýkingu ef hún greinist í þvagi. Við lok meðferðar á hjartaþelsbólgu er óþarfi að óma hjarta en hrúður getur verið til staðar í 2-3 ár. Ræktið frekar blóð fáeinum dögum eftir lok meðferðar. Meltingardeild Þegar þú gengur inn á meltingardeildina er eðlilegt að finna fyrir vægum einkennum IBS því nú hefst GRILL à la Einar Stefán fyrir alvöru. Guuuuuula er í sérstöku uppáhaldi hjá Einari og ekki reka upp stór augu þegar þú sérð heiðgulan einstakling á deildinni. Ef þú ferð á speglun skaltu ekki láta framhjá þér fara þau tækifæri að setja upp æðaleggi. Frá okkur: Mikilvægt er að mæla lífsmörk reglulega við blæðingu frá meltingarvegi. Hækkun á hjart slætti kemur fram mun fyrr en lækkun á blóð þrýstingi af völdum alvarlegrar blæðingar. Einnig er gott að hafa í huga að um 80% blæðinga frá meltingarvegi stöðvast sjálfkrafa. Frá sérfræðingum: Ráðlagt er að gefa prótónpumpuhemjara (PPI) 10-15 mínútum fyrir mat til að ná sem bestum árangri meðferðar. Ef nætureinkenni bak flæðis eru til staðar ætti að taka PPI 10-15 mínútum fyrir kvöldmat. Nætureinkenni eru merki um alvarlegri bakflæðisjúkdóm. Stigun alvarleika bráðrar lifrarbilunar byggist á blóðprufum, þá nýtilkominni storku- truflunum (INR>1.5) og lifrar heilakvilla (hepatic encephalopathy). Sjúklingar með áfengis tengda lifrarbólgu hafa tiltölulega lágt ASAT og ALAT en hafa hækkun á bæði ALP og sérstaklega bilirúbíni. Allt sem þú þarft að vita í klíník Að byrja í klínísku námi getur verið ógnvænleg tilhugsun. Flestir kannast við að ganga inn á nýja deild á mánudagsmorgni með hraðan hjartslátt, sveitta lófa og vera algjörlega týndur á deildinni sem og í lífinu. En ekki örvænta. Við erum hér til að leiðbeina ykkur þessi fyrstu skref á ýmsum deildum Land- spítalans. Auk þess höfum við sett fram fróðleiks mola sem munu vonandi gagnast ykkur í klínísku starfi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.