Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 64

Læknaneminn - 01.04.2020, Síða 64
Fr óð le ik ur 6 4 Meta lengd ganglima Annað slagið verður að brjóta upp vel þekktar reglur eins og horfa-þreifa-hreyfa en þarna inn á milli má bæta þessu litla en gríðarlega mikilvæga skrefi. Ef framkvæma á nákvæma mælingu á lengd ganglima er röntgen besta rannsóknin hins vegar kemst maður oft nálægt réttum niðurstöðum með klínískri skoðun. Þetta má framkvæma með því að mæla lengd frá SIAS að neðri enda sköflungshnyðju (medial malleolus) á hvorum ganglim fyrir sig. Marktækur munur í ganglimalengd (yfir 1,0 cm) getur átt þátt í langvarandi verk í mjöðm og mætti leiðrétta með innleggi. Hreyfa Athugið að hreyfingar frá baki geta truflað og verið túlkaðar sem mjaðmahreyfingar, því er mikilvægt að skorða af hrygginn við skoðun. Gott er að gera það með því að hafa sjúkling liggjandi á bekk með mjóbakið í bekknum. Við skoðun á hreyfingum erum við að meta hvort tveggja styrk og hreyfigetu og er það góður vani að skoða heilbrigðu mjöðmina fyrst. Þær hreyfingar sem við skoðum í mjaðmarskoðun eru beyging (flexion), rétting (extension), fráfærsla (abduction), aðfærsla (adduction), útsnúningur (lateral rotation) og innsnúningur (medial rotation), sjá nánar í töflu 3. Við út- og innsnúning er ganglimur hafður í svokallaðri 90-90 stöðu þar sem mjöðm og hné mynda rétt horn. Þegar prófa skal útsnúning er ganglimur fjarlægt við hné hreyfður inn á við en við innsnúning er ganglimur fjarlægt við hné hreyfður út á við. Til þess að einfalda þetta má hugsa með sér í hvaða átt lærleggurinn (femur) sé að snúast en svarið (út/inn) samsvarar þeim snúning sem við erum að skoða í mjöðminni (sjá mynd 3). Sértæk próf Sértæk próf í mjaðmarskoðun eru fjölmörg. Eftirfarandi listi er yfirlit yfir helstu prófin sem notuð eru í klíník og stutt lýsing á framkvæmd þeirra. Það á yfirleitt ekki við að gera öll prófin og því þarf að meta í hvert sinn fyrir sig hvaða próf er viðeigandi. Log roll próf Gríðarlega praktískt próf á bráðamóttökunni þegar mjög verkjaður sjúklingur sem vill ekki hreyfa mjöðmina er metinn. Sjúklingur liggur á bakinu og beinum ganglimnum er snúið bæði inn á við og út á við. Við þessa hreyfingu hreyfist lærleggshöfuðið inni í mjaðamabollanum og er log roll því eitt sértækasta prófið fyrir meinsemd innan mjaðmarliðsins. Verkir við snúning benda sterklega á brots á lærleggshálsi en sjúklingar með brot á klyftarbeinsálmu (ramus) finna ekki jafn mikið til við þetta próf. Stinchfield próf Einfalt og hagnýtt skimunarpróf. Sjúklingur liggur á skoðunarbekk og lyftir beinum fæti upp u.þ.b. 20 cm gegn léttu viðnámi. Verkur framan í mjöðm bendir til ertingar í mjaðmarliðnum. FABER próf (Patrick próf ) Nafnið á prófinu stendur fyrir þær hreyfingar sem framkvæmda skal. Þær eru „Flexion, ABduction og External Rotation“. Sjúklingur liggur á bakinu og ökklinn á þeim ganglim sem prófa skal er krossaður yfir og lagður fyrir framan hné á gagnstæðum ganglim. Hnénu á ganglimnum sem verið er að prófa er síðan þrýst niður (sjá mynd 4). Ef verkur kemur fram þá bendir það til meinsemdar í SI liðnum eða í mjaðmarliðnum sjálfum. Gagnlegt getur verið að spyrja sjúklinginn hvar nákvæmlega verkurinn komi við framköllun. FADIR próf (Impingement próf ) Nafnið á þessu prófi stendur einnig fyrir þær hreyfingar sem framkvæma skal. Þær eru „Flexion, ADduction og Internal Rotation“. Sjúklingur liggur á bakinu með beygða mjöðm og hné, hnénu er þrýst miðlægt og niður meðan ökklinn er togaður hliðlægt (sjá mynd 4). Verkur við þessa hreyfingu getur bent til þrengsla milli lærleggs og augnkarls (femoroacetabular impingement). Jafnframt getur komið verkur við þessa hreyfingu við annars konar meinsemd í mjöðm og því er þetta ekki sértækt próf. Trendelenburg próf Þetta er mjög gagnlegt próf til að meta vöðvakraftinn í mið- og minni þjóhnappsvöðva sem eru vinnuhestarnir í mjöðminni við gang. Sjúk lingur stendur í báða ganglimi og lyftir síðan öðrum ganglimnum (A) með því að beygja um hné (sjá mynd 5). Ef mjöðmin fellur niður þeim megin þar sem ganglim er lyft þá er prófið jákvætt og gefur til kynna veikleika í m. gluteus medius og minimus á þeim ganglim sem á er staðið (B). Veikleikinn getur verið fylgifiskur langvinnrar meinsemdar í mjaðmarlið eða vegna frumkomins sjúkleika í taugum og/eða vöðvum. Gapping próf Sjúklingur liggur á bakinu. Skoðandi setur samtímis þrýsting á SIAS beggja vegna, þrýstingnum er beint niður og út á við hvoru megin fyrir sig. Ef sjúklingur finnur fyrir verk yfir mjóbaki, rass eða við aftanverð læri gefur það til kynna meinsemd í framanverðum SI lið. Ef sjúklingur finnur fyrir sársauka yfir klyftarsambryskju getur verið meinsemd þar. Thomas próf Sjúklingur liggur á bakinu á bekk og beygir bæði mjaðmir og hné beggja vegna. Sjúklingur heldur síðan um annað hnéð meðan hinn ganglimurinn er látinn síga þ.e. rétt úr mjöðm og hné. Prófið er jákvætt ef sjúklingur getur ekki rétt úr ganglimnum. Jákvætt próf gefur til kynna styttingu á beygjuvöðvum mjaðmarinnar (m iliopsoas) þ.e. réttistífleika. Mjaðmabeinskambur Efri fremri mjaðmabeinsnibba Efri klyftarbeinsálma Stærri lærhnúta Náraliðband Lærisslagæð Klyftarsambryskja Mynd 2: Þreifipunktar í skoðun að framan til, einnig þarf að skoða efri aftari mjaðmabeinsnibbu að aftan til Mynd 3: Útsnúningur (vinstri) og innsnúningur (hægri) um mjaðmarlið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.