Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 68

Læknaneminn - 01.04.2020, Blaðsíða 68
Fr óð le ik ur 6 8 Heimildir 1. Imai Y, Kuba K, Rao S, et al. Angiotensin-converting enzyme 2 protects from severe acute lung failure. Nature. 2005 Jul;436(7047):112-6. 2. ACE2 angiotensin I converting enzyme 2 [Homo sapiens (human)] - Gene - NCBI [Internet]. National Center for Biotechnology Information. U.S. National Library of Medicine; [sótt 22. júní 2020]. Aðgengilegt á: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/gene/59272 3. Hamming I, Timens W, Bulthuis M, et al. Tissue distribution of ACE2 protein, the functional receptor for SARS coronavirus. A first step in understanding SARS pathogenesis. J Pathol. 2004 Jun;203(2):631-7. 4. Geller C, Varbanov M, Duval R. Human Coronaviruses: Insights into Environmental Resistance and Its Influence on the Development of New Antiseptic Strategies. Viruses. 2012 Nov 12;4(11):3044-68. 5. van Doremalen N, Bushmaker T, Morris DH, et al. Aerosol and Surface Stability of SARS-CoV-2 as Compared with SARS-CoV-1. N Engl J Med. 2020 Apr 16;382(16):1564-7. 6. Jones RM, Brosseau LM. Aerosol Transmission of Infectious Disease. Journal of Occupational and Environmental Medicine. 2015 May;57(5):501-8. 7. Tran K, Cimon K, Severn M, Pessoa-Silva CL, Conly J. Aerosol Generating Procedures and Risk of Transmission of Acute Respiratory Infections to Healthcare Workers: A Systematic Review. PLoS ONE. 2012 Apr 26;7(4):e35797. 8. Zou L, Ruan F, Huang M, Liang L, Huang H, Hong Z, et al. SARS- CoV-2 Viral Load in Upper Respiratory Specimens of Infected Patients. N Engl J Med. 2020 Mar 19;382(12):1177-9. 9. Wölfel R, Corman VM, Guggemos W, et al. Virological assessment of hospitalized patients with COVID-2019. Nature. 2020 May;581(7809):465-9. 10. Wang W, Xu Y, Gao R, et al. Detection of SARS-CoV-2 in Different Types of Clinical Specimens. JAMA. 2020;323(18):1843–1844. 11. Gorbalenya, A.E., Baker, S.C., Baric, R.S. et al. The species Severe acute respiratory syndrome-related coronavirus: classifying 2019-nCoV and naming it SARS-CoV-2. Nat Microbiol. 2020 Apr;5(4):536-44. 12. Andersen KG, Rambaut A, Lipkin WI, et al. The proximal origin of SARS-CoV-2. Nat Med. 2020 Apr;26(4):450-2. 13. Li X, Zai J, Zhao Q, et al. Evolutionary history, potential intermediate animal host, and cross‐species analyses of SARS‐CoV‐2. J Med Virol. 2020 Jun;92(6):602-11. 14. Tang X, Wu C, Li X, Song Y, et al. On the origin and continuing evolution of SARS-CoV-2. National Science Review. 2020 Jun 1;7(6):1012-23. 15. MacLean OA, Orton R, Singer JB, et al. Response to “On the origin and continuing evolution of SARS-CoV-2” [Internet]. Virological. 2020 [sótt 22. júní 2020]. Aðgengilegt á: https://virological.org/t/response-to-on- the-origin-and-continuing-evolution-of-sars-cov-2/418 16. Lam TT, Jia N, Zhang Y, et al. Identifying SARS-CoV-2-related coronaviruses in Malayan pangolins. Nature. 2020 Mar 26. 17. Sommerstein R, Kochen MM, Messerli FH, et al. Coronavirus Disease 2019 (COVID‐19): Do Angiotensin‐Converting Enzyme Inhibitors/ Angiotensin Receptor Blockers Have a Biphasic Effect?. JAHA. 2020 Apr 9;9(7). 18. Middle East respiratory syndrome coronavirus (MERS-CoV) [Internet]. World Health Organization. World Health Organization; [sótt 22. júní 2020]. Aðgengilegt á: https://www.who.int/en/news-room/fact-sheets/ detail/middle-east-respiratory-syndrome-coronavirus-(mers-cov) 19. Grifoni A, Weiskopf D, Ramirez SI, et al. Targets of T Cell Responses to SARS-CoV-2 Coronavirus in Humans with COVID-19 Disease and Unexposed Individuals. Cell. 2020 May 14. 20. Giamarellos-Bourboulis EJ, Netea MG, Rovina N, et al. Complex Immune Dysregulation in COVID-19 Patients with Severe Respiratory Failure. Cell Host & Microbe. 2020 Jun;27(6):992-1000.e3. á stóran þátt í alvarlegri tilfellum. Byrjum á nokkrum grunnatriðum. Ónæmiskerfinu má skipta í tvennt: ósértækt og sértækt. Þegar veira nær að sýkja frumur líkamans fer fyrst af stað ósértæka ónæmiskerfið sem getur greint vissa sameiginlega þætti sem flestar veirur búa yfir (til dæmis ákveðið form erfðaefnis). Í kjölfarið fer af stað frumstætt varnarsvar, þar sem átfrumur (macrophages) skipta miklu máli. Um leið sendir ósértæka ónæmiskerfið skilaboð áfram til eitilvefs en þar fer fram þróun á sértækara ónæmissvari, miðlað fyrst og fremst af eitilfrumum og afleiðum þeirra. Eitilfrumur eru margskonar en til einföldunar skiptum við þeim í þrennt: T-hjálparfrumur, T-drápsfrumur og B-frumur. T-drápsfrumur þekkja veirusýktar frumur og getur kveikt á stýrðum frumudauða (apoptosis) í þeim. B-frumur þroskast áfram og samhliða fara að mynda mótefni - að loknum þroska verða þær að mótefnaverksmiðjum sem kallast plasmafrumur. T-hjálparfrumur styðja við starfsemi bæði T-drápsfrumna og B-frumna samhliða því að mynda ýmsa bólgumiðla, sem hjálpa við að stýra ónæmiskerfið sértækt að rót vandans.19 Vitað er að SARS-CoV-2 virðist búa yfir vissum eiginleikum sem gerir ósértæka ónæmis kerfinu erfitt fyrir að kvikna og stöðva veiru fjölgun snemma í ferlinu. Þetta gæti þannig leitt til þess að veirunni tekst að komast á skrið áður en líkaminn gerir sér grein fyrir að hún sé til staðar. Að lokum tekst þó að kveikja á sértæku ónæmis svari, sem verður þá um leið gjarnan mjög kröftugt. Flestir ná að komast í gegnum þetta svar án teljandi skaða - hins vegar virðast sumir vera viðkvæmir fyrir því að ónæmiskerfið fari hreinlega úr böndunum. Þá getur tvennt mögulega gerst: 1. Gífurleg ofvirkni bólgusvarsins með sérstaka áherslu á átfrumur - þetta kallast átfrumuvirkjunarheilkenni (macrophage activation syndrome: MAS) og lýsir sér með mikilli bólgu sem hefur afleidd skaðleg áhrif á margvísleg líffærakerfi. 2. Mikil myndun vissra bólgumiðla sem bæla niður virkni eitilfrumna en kveikir á myndun frekari bólgumiðla, þá sérstaklega TNF-α og IL-6. Best er að kalla þetta misstýringu ónæmissvarsins (immune dysfunction). Eins og áður sagði er nákvæmur gangur hér óljós – hins vegar virðist bólgumiðillinn IL-6 eiga marktækan þátt í þróun alvarlegra til fella COVID-19, þá sérstaklega með því að miðla ofangreindri misstýringu ónæmis svarsins. Getum við einhvern veginn slökkt á áhrifum IL-6? Vissulega: með svokölluðum IL-6 hemlum. Þar fremst í flokki er einstofna mót- efnið tocilizumab, sem binst við IL-6 viðtakann og kemur í veg fyrir virkni hans. Tocilizumab hefur verið notað í vissum gigtarsjúkdómum en einnig við MAS í tengslum við flókna T-frumumeðferð gegn krabbameinum. Hins vegar hefur áhugi á lyfinu vaxið umtalsvert í COVID-19 faraldrinum og hefur það verið notað víða um heim í alvarlegum tilfellum COVID-19 í tilraunaskyni. Þetta var meðal annars gert hér á Íslandi. Það sem hins vegar vantar eru upplýsingar um hvort þetta skilaði marktækum klínískum árangri – ljóst er að það verður mjög spennandi að fylgjast með þróun mála á næstu mánuðum.20 Ef leðurblökur eru líklegasti uppruni SARS- CoV-2, og kórónuveirur almennt virðast geta smitað fullt af öðrum dýrum, er ekki mögulegt að veiran gæti dormað í öðrum dýrum og sprottið aftur fram síðar? Svo sannar lega! MERS-CoV er útbreidd í dróme- dörum og tilfelli eru stöðugt að koma fram í mönnum, meðal annars í kjölfar vinnu með drómedörum. Þannig er mögulegt að við smitum veiruna áfram í annað dýr, sem verkar sem geymsluhýsill (reservoir host). Í kjölfarið gætu síðan frekari faraldrar komið upp þegar við fáum veiruna aftur frá geymsluhýslinum. Þess vegna skiptir miklu máli að skoða nánar uppruna SARS-CoV-2, eiginleika og sér- stöðu, alveg niður á sameindastigið. Þetta gefur okkur besta möguleikann á því að vinna bug á henni en einnig að koma í veg fyrir annan bardaga. Á tímum sem þessum er það mjög aðlaðandi tilhugsun.18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.