Læknaneminn - 01.04.2020, Page 70

Læknaneminn - 01.04.2020, Page 70
Fr óð le ik ur 70 Arna Kristín Andrésdóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020 Rósa Harðardóttir Fimmta árs læknanemi 2019-2020 Af hverju var ákveðið að ráðast í breytingar á matsölum Landspítalans? Gerð var starfskönnun árið 2017 sem var upphafið að því sem kallast ELMU verkefnið. Í könnuninni kom fram að fólk var orðið þreytt á þáverandi fyrirkomulagi: Fá skammtað á diskinn sinn, að hafa salatbarinn sér og geta ekki fengið sér salatbar til helmings við heitan mat. Einnig vildi fólk fá matmeiri súpur. Fjárveiting frá Landspítalanum kom í lok árs 2018 til að taka matsalinn í gegn. Ástæða fjár veitingarinnar var að reyna að auka starfs- ánægju og gera eitthvað fyrir starfs fólk, enda var algjörlega kominn tími til þess. Vegna fjölda kvartana í gegnum tíðina hafði skapast mikill hvati til þess að fara út í sjálfsskömmtun og bæta þjónustu, aðgengi og matinn. Fyrsti salurinn sem var tekinn í gegn var á Grensás. Skaftahlíð opnaði síðasta sumar (2019) og því næst Fossvogur og Hringbraut. „Núna erum við nýkomin með fjárveitingu til að gera alla hina salina. Við erum að reka 11 staði í heildina sem eru misstórir og þjónustan því mismunandi milli staða.“ segja Sigrún og Eygló. Hvaða breytingar hafa verið gerðar? Fyrst má nefna sjálfsafgreiðslulínuna og greiðslu eftir vigt. Opnun kaffihúsanna bætti svo miklu við vöruúrvalið. Auk þess hefur aðkoman og útlitið á matsölunum breyst þó enn sé mikið eftir á því sviði. Verið er að vinna með ákveðna hugmynd sem Halla Haraldsdóttir Hamar, arkitekt Landspítalans, hefur yfirumsjón með. Til dæmis er hugmyndin að hafa háborð, lágborð og hringborð og þannig leyfa fólki að velja hvernig stemmingu það vill hafa. Hvaða sjónarmið voru í forgrunni við breytingarnar? Við breytingarnar var stuðst við niðurstöður úr starfskönnuninni sem var gerð 2017. Í henni komu fram ýmsar ástæður fyrir því að fólk borðaði ekki í matsalnum t.d. fyrirfram ákveðin sætaskipan, birtustig og hávaði. Enn er verið að vinna að þeim þáttum. Miðað er við að stemmingin í matsölunum verði eins og í Skaftahlíð en þar langar þig að setjast niður og borða matinn þinn. Markmiðið er svo að gera sambærilega könnun og 2017 til að meta hvort ánægja með matsalina hafi aukist. Breytingar til hins betra Endurbættir matsalir Landspítala og Læknagarðs Undanfarin misseri hafa miklar breytingar átt sér stað á matsölum Landspítala og Læknagarðs. Breytingarnar snúast að miklu leyti um aukið úrval, minni matarsóun og grænni kost. Við vildum fræðast betur um þessar breytingar og settumst því niður með Sigrúnu Hallgrímsdóttur deildarstjóra og Eygló Hlín Stefánsdóttur verkefnastjóra hjá ELMU á Landspítalanum og Hafdísi Haraldsdóttur í Læknagarði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.